fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Viktoría Hermannsdóttir hætt á Fréttablaðinu: Fleiri hugsa sér til hreyfings

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktoría Hermannsdóttir hefur sagt upp störfum á Fréttablaðinu. Þetta staðfestir hún í samtali við DV. Viktoría hefur verið einn af lykilstarfsmönnum blaðsins en hún var umsjónarmaður helgarblaðs Fréttablaðsins. Þá hefur Viktoría ásamt Ólöfu Skaptadóttur, séð um föstudagsviðtöl Fréttablaðsins, sem hafa verið forsíðuviðtöl föstudagsblaðsins. Hafa þau viðtöl oft vakið athygli.

Viktoría er annar starfsmaður Fréttablaðsins til að segja upp í vikunni en áður hafði Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri blaðsins sagt upp störfum. Viktoría vildi ekki tjá sig frekar um uppsögnina eða ástæðu hennar. Mikið hefur gengið á í höfuðstöðvum 365 síðustu daga eftir að starfsmenn sendu opið bréf á Sævar Frey Þráinsson forstjóra, Ingibjörgu S. Pálmadóttur stjórnarformann og Kristínu Þorsteinsdóttur aðalritstjóra þar sem uppsögn Pjeturs Sigurðssonar yfirmanns á ljósmyndadeild var mótmælt harðlega. Hann hafði kvartað undan meintu einelti af hálfu Kristínar.

Sögðu starfsmenn að vinnubrögð Kristínar og yfirstjórnar fyrirtækisins væri óásættanleg og að öll meðferð málsins hafi skaðað traust innan fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum DV eru fleiri starfsmenn að hugsa sér til hreyfings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos