fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Óskar eftir fundi með umboðsmanni Alþingis vegna Wintris-málsins

Árni Páll Árnason vill að Umboðsmaður Alþingis kanni hæfi Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. apríl 2016 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, með umboðsmanni Alþingis, til að fara yfir hæfi forsætisráðherra til að vinna að samningum við kröfuhafa þegar hann sat beggja vegna borðsins.

Þetta kemur fram í pistli sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag.

Hann segir að þjóðin þurfi ennfremur að fá skýr svör frá fjármálaráðherra um af hverju forsætisráðherra landsins þurfti ekki að uppfylla neinar trúnaðarskyldur vegna afnámsferlisins, „eða af hverju fjármálaráðherrann krafði hann og aðra þá sem unnið hafa að afnámi hafta ekki um að þeir gerðu grein fyrir hagsmunum sínum af niðurstöðunni,“ bætir Árni Páll svo við.

Þing kemur saman eftir helgi en rétt tæplega fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir mótmælaskjal þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segi af sér embætti, vegna eignarhaldsfélags eiginkonu hans sem er í skattaskjóli á Tortóla eyju.

Eiginkona Sigmundar átti að auki rúmleg hálfrar milljarða króna kröfu í slitabú bankanna, á sama tíma og Sigmundur vann við að semja við kröfuhafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Giggs segir upp störfum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“