fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Þórunn Antonía brotnaði saman: „Ég get ekki hætt að gráta“ Nágrannarnir reknir úr landi

Segir nauðsynlegt að endurskoða lögin – „Heimili manns er þar sem hjarta manns er“ – Hrósa lögreglu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 13. desember 2016 23:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki hætt að gráta. Þetta er svo ógeðslega ljótt,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona sem í dag horfði á nágranna sína leidda út í rútu af sjö lögreglumönnum. Útlendingastofnun ákvað að vísa þeim úr landi en fjölskyldan sem er frá Albaníu hafði sótt hér um hæli. Þórunn segir í samtali við DV að nauðsynlegt sé að endurskoða lögin og leyfa fleirum að setjast að á Íslandi. Það auki fjölbreytni, dýpki tilveruna og hið erlenda fólk sem vill eiga hér heima geti kennt Íslendingum eitt og annað.

„Mér finnst það til skammar að það sé farið svona með fólk sem kemur hérna til að leita sér að skjóli,“ segir Þórunn sem búsett er í Vesturbænum. Hún hrósar fjölskyldunni, segir að þau hafi verð einstaklega góðir nágrannar. „Það er sorglegt að sjá að fólk sem er að leita sér að skjóli og öryggi sé vísað burt á sama tíma og verið er að flytja inn erlent ódýrt vinnuafl og launin eru það skammarleg að það ert réttilega hægt að kalla það þrælkunarvinnu. Síðan er fólk sem vill búa með okkur og festa hér rætur og stunda heiðarlega vinnu sem er kastað út í kuldann. Ég er viðkvæm sál og braut í mér hjartað að sjá fólki sýnt þetta viðmót.“

Fordómar

Fordómar gagnvart útlendingum og hælisleitendum hafa verið til umræðu síðustu daga eftir að hælisleitandi kveikti í sér. Hann lést af sárum sínum. DV tók saman ýmsar ógeðfelldar athugasemdir sem voru látnar falla á fréttamiðlum. Sema Erla sem hefur látið mál hælisleitenda varða sagði hatrið óskiljanlegt og sagðist ekki átta sig á hræðslunni. Þórunn tekur í svipaðan streng.

„Ég skil ekki hvað fólk er hrædd við. Það er ekki eins og við séum fullkominn. Íslendingar fremja sjálfir glæpi og þessi hræðsla okkar við aðra menningarheima er dapurleg og fordómarnir sorglegir. Þeir sem hingað koma kryddar samfélagið,“ segir Þórunn og bætir við:

„Það er keppst við að ginna hingað erlenda ferðamenn, selja þeim eitthvað eða hafa af þeim peninga, það þykir fínt. Það er öllum sama hvaðan það fólk kemur. En svo kemur fólk frá Austur – Evrópu eða löndum sem þykja ekki nógu fín, þá skiptir uppruninn máli. Það er ekkert annað en sorgleg hræsni byggð á vanþekkingu.“

Fallegar sálir

„Þau brostu alltaf til mín þegar ég hitti þau á ganginum,“ segir Þórunn og bætir við að nágrannarnir fyrrverandi hafi einnig hjálpað henni að flytja þegar þau sáu hana burðast með búslóðina inn í íbúðina. Í dag var svo dinglað á bjölluna og fór Þórunn til dyra. Þar stóðu sjö lögreglumenn og spurðu um fjölskylduna. Þórunn tekur fram að hún hafi ekkert út á störf lögreglu að setja. Þeir hafi verið að vinna sína vinnu undir erfiðum kringumstæðum. „Það voru engin læti. Þeir voru að framfylgja skipunum og ég sá að þeim þótti þetta ekki þægilegt.“ Þórunn bætir við að hún hafi brotnað saman og grátið, tárin streymt niður kinnarnar en hún fljótlega áttað sig á að hún gæti ekki hindrað að þeir færu með fólkið burt.

Þórunn spurði af hverju yfirvöld væri að leita að þeim. „Við erum að taka þau heim,“ svaraði einn lögreglumaðurinn.

„Þessi setning, taka þau heim, um hana vil ég segja, að þó að þú sért fæddur í einhverju landi er það ekki endilega heimili manns það sem eftir er. Heimili manns er þar sem hjarta manns er. Heimili manns er þar sem manni líður vel. Heimili manns er þar sem maður getur fest rætur og ræktað samskipti við vini og eignast nýtt líf. Heimili manns er ekki þar sem maður er hræddur og þarf að flýja.“

Þarf að hugsa hlutina upp á nýtt

„Ég tek fram að þetta snýst ekki um mig. Ég er ekki að biðja um vorkunn þó að það taki mig ákaflega sárt að verða vitni að þessu óréttlæti. Ég vil bara vekja athygli á því að við verðum að hætta að vera hrædd.“

Þórunn segir að Ísland eigi að opna landamæri sín frekar og taka betur á móti fólki. Þá sé nauðsynlegt að hlúa vel að þeim sem séu að koma frá stríðsþjáðum löndum. Fólki sem sé að takast á við áfallastreituröskun svo dæmi sé tekið, fólki sem sé búið að missa allt.

„Við getum tekið á móti fleirum og gert betur í þessum málaflokki. Við hér í húsinu viljum fá þau til baka. Við viljum fá þau heim. Þau eiga heima hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði