fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Reyna að forða skipafélaginu frá þroti: Þurfa samþykki Arion og Íslandsbanka

Skipum Havila lagt og sjómönnum sagt upp

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur olíuþjónustuskipum norska skipafélagsins Havila Shipping ASA var lagt á þriðjudag og 70 starfsmönnum sagt upp störfum. Eigendur fyrirtækisins vinna nú að sinni þriðju tillögu að fjárhagslegri endurskipulagningu í von um að óánægðir kröfuhafar samþykki hana og fyrirtækinu verði forðað frá gjaldþroti. Arion banki og Íslandsbanki þyrftu að samþykkja nýja tillögu en þeir lánuðu skipafélaginu jafnvirði 5,7 milljarða króna árin 2013 og 2014.

Höfnuðu með 71%

Hópur óveðtryggðra skuldabréfaeigenda Havila hafnaði tillögu fyrirtækisins um fjárhagslega endurskipulagningu þann 11. nóvember síðastliðinn líkt og DV greindi frá. Stjórnendur fyrirtækisins sögðu þá gjaldþrot blasa við en þeir höfðu tveimur dögum áður, sigri hrósandi, sent tilkynningu til norsku kauphallarinnar (Oslo Børs) um samkomulag við lánveitendur og stærsta hluthafa fyrirtækisins. Þess hafði þá verið beðið síðan í febrúar þegar óveðtryggðir skuldabréfaeigendur félagsins höfnuðu fyrri tillögu um endurskipulagningu. Samningurinn í byrjun nóvember átti að tryggja áframhaldandi rekstur skipaflota Havila, sem telur 27 fley, og sigla félaginu út úr þeim ólgusjó sem skapaðist þegar olíuverð fór að hrynja seinni hluta árs 2014. Ósáttu skuldabréfaeigendurnir lögðu aftur á móti fram sína eigin áætlun um að þeir breyti kröfum sínum í hlutafé og eignist meirihluta í skipafélaginu. Þeir höfnuðu svo formlega tillögu Havila á miðvikudag með 71 prósenti atkvæða.

Arion banki studdi tillögu Havila eins og kom fram í frétt DV þann 15. nóvember. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans, sagði hana tryggja Arion kauprétt á hlutafé skipafélagsins og 15 prósenta endurheimtu af láni hans til Havila sumarið 2014 sem nam 300 milljónum norskra króna eða fjórum milljörðum króna. Íslandsbanki vildi ekki svara spurningum blaðsins en fyrirtækið lánaði Havila jafnvirði 1,7 milljarða króna í árslok 2013. Bankarnir vildu í janúar síðastliðnum ekki svara DV því hvort farið hefði verið fram á að floti eða aðrar eignir norska skipafélagsins yrðu veðsettar sem trygging fyrir endurgreiðslum. Havila hefur ekki greitt vexti né afborganir af höfuðstól lána síðan vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu þess hófst í fyrra.

Mannar skip Fáfnis

Havila tilkynnti á miðvikudag að skipum þess Borg, Fortune og Mercury hefði verið lagt og 70 starfsmönnum verið sagt upp. Norska skipafélagið var stofnað árið 2003 og stærsti hluthafinn Havila Holding AS er í eigu stjórnarformannsins Per Sævik og fjölskyldu hans. Samkvæmt tillögunni sem kröfuhafarnir höfnuðu átti Havila Holding að halda meirihluta sínum í fyrirtækinu og í staðinn leggja fram 118 milljónir norskra króna í nýtt hlutafé og víkjandi lán upp á 46,2 milljónir.

Sævik-fjölskyldan er einnig meirihlutaeigandi í norsku skipasmíðastöðinni Havyard sem á sex prósenta hlut í íslenska olíuþjónustufyrirtækinu Fáfni Offshore. Nýtt fimm milljarða króna skip Fáfnis er í smíðum hjá Havyard en afhendingu þess var í október síðastliðnum seinkað í annað sinn eða um tvö ár. Ástæðan er verkefnaskortur hjá fyrirtækjum sem þjónusta olíuiðnaðinn eða sú sama og hefur leitt til vandræða Havila. Eldra skip Fáfnis, Polarsyssel, sinnir verkefnum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða í níu mánuði á ári. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Havila séð um að manna Polarsyssel og daglegan rekstur skipsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu