Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segist hafa lagt til við Guðna Th. Jóhannesson forseta að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fái að spreyta sig við stjórnarmyndun. Þetta sagði hann eftir fundinn við Guðna á Bessastöðum í dag. Óttar sagðist sjá samlegð með Bjartri framtíð og Viðreisn. Báðir flokkar væru miðjuflokkar.
Óttarr og Benedikt eru því sammála um að Viðreisn eigi að fá að leiða stjórnarmyndun.
Óttarr sagði að í kosningunum hefði ríkisstjórninni verið hafnað sem og stjórnarandstöðunni.
Oddný Harðardóttir á ein eftir að ræða við Guðna Th.