fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Ráðist á 14 ára dóttur Söru á Klambratúni: Lögreglan engu nær – „Hún lamaðist af ótta“

„Hann var með eitthvað sem huldi andlitið“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gærkvöldi varð dóttir mín, 14 ára, fyrir líkamsárás þar sem hún var að labba heim frá því að hitta vinkonur sínar og vini. Þetta var rétt fyrir kl. 23 á leið sem hún er vön að labba ein. Þetta er fjölfarin leið en illa lýst sumstaðar. Það var farið að rökkva og ég hafði hringt í hana uppúr hálfellefu um að fara að koma sér heim. Á leiðinni, þar sem hún er nýbúin að ganga inn Rauðarárstíginn við Klambratún stekkur skyndilega maður aftan að henni, rífur fast í upphandlegginn á henni og grípur fyrir vitin á henni.“

Dró stúlkuna inn í runna

Þannig stöðuuppfærsla sem Sara Stef. Hildardóttir skrifar á Facebook. Þar greinir hún frá óhuggulegri árás sem hún segir að dóttir hennar hafi orðið fyrir. Segir Sara að árásarmaðurinn hafi dregið dóttur hennar aftur á bak inn í runna svo stúlkan missti fótanna. Datt þá stúlkan en Sara segir að maðurinn hafi hlaupið á brott.

„Allt þetta gerist svo hratt og hefur svo lamandi áhrif á hana að það eina sem hún gat gert var að sjá fyrir sér hvað þessi maður gæti hugsanlega ætlað að gera henni; hvernig henni yrði nauðgað þarna eða hreinlega drepin. Hún lamaðist svo af ótta að hún sagðist ekki hafa geta stunið upp orði, hvað þá öskrað. Hún man svo næst þar sem hún rankar við sér í runnanum, staulast á fætur og gengur heim,“ segir Sara og bætir við: „Allan tímann er hún lömuð af ótta um að hann sé kannski á eftir sér. Hún gengur heim stjörf og grátandi og brotnar svo algjörlega niður þegar hún kemur inn í íbúð; náföl, ísköld og þvöl þar sem hún skelfur og titrar öll. Þessi maður sem gerði henni þetta – hann er enn þarna úti. Hann náðist ekki.“

Sara segir einnig í stöðuppfærslunni að hún hafi haft samband við lögregluna sem grandskoðaði staðinn.

„Ég hringdi auðvitað á lögregluna sem var komin til okkar á fáeinum mínútum og var með okkur heillengi á meðan rannsóknarlögreglan kannaði ummerki og lögreglan leitaði mannsins í nágrenninu – manns sem dóttir mín gat samt enga lýsingu gefið á annað en að hann var með eitthvað sem huldi andlitið og var örugglega með hanska.“

Mægðurnar eru í áfalli

Sara hafði samband við lögregluna. Sara tjáir sig í samtali við Vísi:

„Ásetningurinn er klár. Hann er með eitthvað fyrir andlitinu og hann er með hanska. Og hann er enn þarna úti.“

Sara segir stúlkuna í áfalli og vill hún að svæðið verði betur upp lýst. Sara hefur eftir dóttur sinni:

„Ég næ þessu bara ekki úr systeminu á mér, þetta bara er þarna. Út um allt!“

Þá segir Sara ennfremur:

„Þetta er svo óþolandi. Hvað fær menn til að gera svona? Ég er með svo sterka blöndu af reiði og vanmætti núna að það hálfa væri nóg.“

Ekkert að óttast

Vegna alvarleika málsins hafði DV samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að fá það staðfest.

Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á stöð 1, staðfesti að árásin hefði verið tilkynnt til lögreglu síðastliðið sunnudagskvöld. Hann segir að málið sé til rannsóknar. „Við eigum ekki að búa til neitt hræðsluástand. Þetta virðist vera einangrað atvik en við erum að skoða málið.“

Jóhann Karl, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að engar vísbendingar hafi komið fram í málinu. „Við erum engu nær. Við erum útkallsdeildin sem fer á vettvang. Kynferðisbrotadeild sér um rannsókn málsins. Í þessu tilfelli ræddum við við stúlkuna og móður hennar og leituðum þarna í kring. Lögreglumenn eru núna meðvitaðir um árásina og svæðið er vaktað,“ segir Jóhann Karl og bætir við.

„Við vitum ekki hvort maðurinn geri þetta aftur á nákvæmlega sama stað, annars staðar í borginni, eða hvort hann geri þetta yfir höfuð aftur. Ég get því miður ekkert sagt til um það.“

Jóhann Karl bendir á að málið sé rannsakað sem einstakt tilfelli. Hann líkt og Rafn segir að engin ástæða sé til að vekja upp hræðslu meðal almennings vegna málsins.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafði ekki heyrt af málinu þegar DV hafði samband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“