fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Faðir barnsins: „Þetta var kæruleysi, ég var værukær“ Vitni: Eins og í bíómynd – Rosalegt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 17:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það var bara rosalegt að verða vitni að þessu út um gluggann hjá sér. Maður á ekki von á svona, vissi raunar ekkert hvað var í gangi í fyrstu. Maður gerði sér smám saman grein fyrir því hvað var að gerast, lögreglan út um allt og þyrla sveimandi. Mér virtist ég hafi séð manninn leggja á flótta en lögreglan hljóp hann uppi, handjárnuðu og settu inn í lögreglubílinn. Það er ennþá mikið í gangi og lögreglan er enn á vettvangi,“ segir Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt.

Móðirin í áfalli Sjá hér

Óhuggulegt atvik átti sér stað fyrr í dag þegar bíl með 2 ára barni var stolið fyrir utan leikskóla í Kópavogi. Faðir kom að sækja annað barn á leikskólann og skildi bílinn eftir í gangi. Í bílnum var tveggja ára barn. Á meðan faðirinn sótti barn á leikskólann kom þar að maður og stal bílnum. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á svæðið ásamt þyrlu. Tilkynnt var um að barnsins væri saknað um klukkan 15:18.

Faðir drengsins tjáir sig í samtali við Vísi. Fjölskyldan er nýlega flutt til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum. Hann segir að hann muni hafa varann á í framtíðinni.

„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og bætir við á öðrum stað: „Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“

Myndir af vettvangi / Ómar Óskarsson
Myndir af vettvangi / Ómar Óskarsson

Mynd: Omar Oskarsson All Rights Reserved.

Lögreglan handtók svo manninn og kom barninu í öruggar henndur. Í samtali við lögreglu kom fram að móðirin hefði verið skelfingu lostin.

Anna Kristín varð eins og áður segir vitni að atvikinu og segir að þetta hafi verið eins og að horfa bíómynd. „Þetta er ákveðinn lífsreynsla að verða vitni að svona atburði. Manni stendur alls ekki á sama, ég á börn og maður vissi aldrei nákvæmlega hvað var eiginlega í gangi. Atburðarásin var svo hröð að ég hef aldrei séð annað eins.“

Myndir af vettvangi / Ómar Óskarsson
Myndir af vettvangi / Ómar Óskarsson

Mynd: Omar Oskarsson All Rights Reserved.

Þá sagði Anna Kristín ennfremur:

,,Hvað dettur manni í hug þegar þyrla er sveimandi yfir blokkinni í um 30 mínútur. Gluggi einn í íbúðinni snýr út á Krónunni svo það er hægt að segja að ég hafi séð þetta í beinni. Það er svo gott og mikill léttir að þetta fór vel að lokum. Þeir fundu barnið sem var fyrir öllu.“

Þá segir Magnús, faðir drengsins einnig að um ógæfumann væri að ræða. Góðkunningja lögreglunnar. Hann þakkar lögreglunni og segir í samtali við Vísi:

„Þú vilt ekki lenda í þessu […] Þetta var kæruleysi, ég var værukær“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“