fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

„Þeir sem unnu þessa orrustu er náttúran sjálf, almenningur og fjölmiðlar“

Vatn eykst í Grenlæk – leyfi var veitt til að rjúfa varnargarða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið í Grenlæk í Vestur-Skaftafellsýslu hefur batnað til muna og er vatnið í læknum að aukast með hverjum deginum sem líður. Ástæðuna fyrir auknu vatnsrennsli má rekja til leyfis sem Orkustofnun veitti fyrir tveimur vikum síðan um að rjúfa varnargarða til að bregðast við bráðavanda en nánast ekkert vatn var eftir í læknum. DV fjallaði í síðasta mánuði ítarlega um málið

Hörður Davíðsson á Hótel Laka í Efri Vík, sem var í hópi þeirra sem börðust hvað harðast fyrir því að fá aukið rennsli í Grenlæk, segir allt annað líf að færast í lækinn. Hann er himinlifandi með lausnina sem fékkst og þakkar það ekki síst þá umfjöllun sem málið fékk í fjölmiðlum.

Allt smám saman að færast í fyrra horf

„Þeir sem unnu þessa orrustu er náttúran sjálf, almenningur og fjölmiðlar. Orkustofnun tók við sér og gerði það með glæsibrag. Þetta er engu að síður langhlaup en grunnvatnsstaðan sem var komin niður í 5-6 metra í Landbrotshrauninu hefur hækkað um 1,5 metra síðan opnað var fyrir aukið vatnsrennsli. Það er hækka um 7-8 cm í læknum á dag svo þetta er allt í rétta hátt og búið að forða læknum frá frekara tjóni. Það er mikilvægt að flugan nái að verpa í lækina fyrir kviðpokaseiðin að ári. Það er bara gott hljóðið í okkur, sjóbirtingurinn er genginn og er að bíða eftir því að komast á hrygningarstöðvarnar. Auðvitað vantar töluvert upp á vatnsmagnið sé orðið eðlilegt í Grenlæk. Það vex með tímanum og rennslið er með ágætum. Það er allt smám saman að færast í fyrra horf,“ sagði Hörður Davíðsson.

Leyfið sem Orkustofnun veitti gildir til 15. ágúst en menn á svæðinu vonast að framlenging verði veitt. Annars fer allt í fyrra horf sem menn vilja eftir fremsta megni forðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Í gær

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú