fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Ennþá möguleiki á að fá flug á EM leikinn á mánudag

Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. júní 2016 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fjölda fyrirspurna hvetur Icelandair þá sem áhuga hafa á ferð á leikinn á EM 2016 gegn Englandi á mánudaginn að nýta áætlunarflug Icelandair til áfangastaða í námunda við Nice og til fjölmargra fleiri áfangastaða í Evrópu með ýmsa tengiflugsmöguleika.

Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að laus sæti séu til Parísar, Barcelona, Milano, Brussel, London, Amsterdam, Genfar, Kaupmannahafnar og fleiri borga nú um helgina og góðar samgöngur séu þaðan til Nice.

Allar flugvélar Icelandair eru uppteknar í reglulegu áætlunarflugi félagsins um þessar mundir og því ljóst að ekki er unnt að bjóða upp á stórfellt beint leiguflug vegna leiksins. Því hvetur Icelandair áhugafólk til þess að nýta þá möguleika sem leiðakerfið felur í sér.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni að rétt sé að taka fram að Icelandair muni ekki hafa tök á að bjóða upp á pakkaferðir með aðgöngumiðum, gistingu o.s.f.rv. í tengslum við þennan leik. Nánari upplýsingar um áætlunarflugið eru á icelandair.is en á meðfylgjandi mynd sjást 9 af þeim áfangastöðum sem Icelandair flýgur til núna um helgina og liggja vel við samgöngum til Nice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“