fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Segja nær öll fyrirtæki Björgólfsfeðga í skattaskjóli: Björgólfur hjólar í Stundina

Sagðir tengdir meira en 50 félögum

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 2. júní 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gögn frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca varpa ljósi á umfangsmikil viðskipti feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þessu er haldið fram í Stundinni.. Þar kemur fram að feðgarnir séu tengdir meira en 50 félögum. Dóttir Björgólfs, Evelyn Bentína Björgólfsdóttir, er skráð fyrir bankahólfi og bankareikningum í Sviss en hefur neitað að gefa upp af hverju.

Að auki kemur fram í úttektinni að félag sem Björgólfur eldri stýrði hafi fengið milljarð í lán sem fékkst aldrei endurgreitt. Að auki segir að nær öll fyrirtæki sem feðgarnir eru skráðir fyrir séu beint eða óbeint í skattaskjóli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Panamaskjölunum svokölluðu.

Björgólfur Thor Björgólfsson svarar blaðamönnum Stundarinnar fullum hálsi á heimasíðu sinni. Hann segir Stundina fara himinskautum með ályktunum sínum. Kveðst hann ekki nema að litlu leyti nenna að eltast við söguheim Stundarinnar.

„Svo virðist sem Stundin telji Panama-skjölin fullnægjandi til að rekja sig eftir flóknum viðskiptum og draga af þeim ályktanir. Samkvæmnin er þó ekki meiri en svo, að á einum stað fullyrðir Stundin að stórar fjárhæðir hafi einhvern veginn gufað upp, viðurkennir í næsta orði að ekki hafi tekist að rekja þá slóð sem blaðið taldi sig vera á og loks að það sé „ógerlegt að fullyrða nokkuð um hvaða eignir voru inni í þeim félögum“ sem fjallað er um,“ segir Björgólfur og bætir við:

„Stundin fer með gamalt fleipur og villir um fyrir lesendum sínum. Ég hef fyrir löngu gert öll mín mál upp við kröfuhafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða