fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Dómur fallinn um veiðirétt í Staðará

Áratugalangar deilur um veiðirétt leiddar til lykta fyrir héraðsdómi – Staðastaður á allan réttinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. maí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðurkennt er að allur veiðiréttur í Staðará fyrir landi jarðarinnar Staðastaðar […] beggja vegna árinnar frá Snæfellsnesvegi niður að sjó, tilheyri óskipt prestsetursjörðinni Staðastað.“ Þetta kemur fram í dómsorði í máli Kirkjumálasjóðs gegn félagi landeiganda á jörðinni Tröðum á Snæfellsnesi.

Áratugalangar deilur hafa staðið um veiðirétt í ánni. Sumarið 2013 greindi DV frá því að til handalögmála hefði komið við bakka árinnar. Það gerðist þegar landeigandinn að Tröðum, eða menn á hans vegum, höfðu afskipti af veiðimönnum sem fengið höfðu veiðileyfi hjá leigutökum árinnar. Kærur voru árið 2013 lagðar fram vegna þeirra afskipta. Þá hafa veiðimenn lýst því að þeir hafi ekki fengið frið við veiðar í ánni.

Enginn veiðiréttur

Dómur er nú fallinn í málinu sem sker úr um veiðiréttinn, nema málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn en málið snerist annars vegar um það hvort Traðir eigi land að Staðará en hins vegar hvort Traðir eigi veiðirétt í ánni. Kröfu um viðurkenningu á landamerkjum var vísað frá dómi en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Traðir eigi engan veiðirétt í Staðará.

Óheimilt að skilja veiðiréttinn frá

Niðurstaða héraðsdóms er sambærileg dómi sem féll í Hæstarétti í mars. Þar var úrskurðað að samkvæmt vatnalögum frá árinu 1923 sé óheimilt að skilja veiðirétt frá lögbýli í búrekstri. Dómarnir hverfðust um skilgreiningu á hugtakinu landareign í skilningi laga en það telst jörð þar sem stundaður er búrekstur.

Dómurinn kveður á um að höfuðbólið Staðastaður, efst á myndinni, eigi allan veiðirétt að ánni alveg niður að sjó – af báðum bökkum árinnar.
Neðsti hluti Staðarár Dómurinn kveður á um að höfuðbólið Staðastaður, efst á myndinni, eigi allan veiðirétt að ánni alveg niður að sjó – af báðum bökkum árinnar.

Í öðru málinu fyrir Hæstarétti, máli Lambhaga, var veiðiréttur spildu sem seldur var úr jörðinni fyrir tæpum 90 árum, dæmdur ólögmætur jafnvel þó að um hann væri kveðið í kaupsamningi. Lögmaður Lambhaga, sem vann málið, Guðjón Ármannsson, sagði við Morgunblaðið þegar málið kom upp: „dómurinn staðfestir endanlega þá meginreglu að það er óheimilt að skilja veiðirétt frá bújörð.“

Guðjón var í máli Staðarár verjandi landeigandans að Tröðum, sem tapaði veiðiréttarmálinu í raun á þessari sömu lagagrein – þ.e. að óheimilt hafi verið að skilja veiðirétt frá bújörðinni Staðastað. Hann byggði málsvörnina á að í byggingarbréfi fyrir Traðir frá árinu 1947 hafi sagt berum orðum að jörðinni fylgdi veiðiréttur í Staðará. Íslenska ríkið hafi verið í fullum rétti til að fella úr gildi ákvæði landskiptanna frá árunum 1939 og 1941, þar sem ekki er kveðið á um veiðirétt. Á það féllst dómurinn ekki. Traðir (land sem áður hét Traðir og Traðarbúð) var hjáleiga frá Staðastað. „Verður ekki annað séð en að íslenska ríkinu hafi, þrátt fyrir að vera eigandi bæði hinnar leigðu jarðar Traða og Traðarbúðar og prestsetursins Staðastaðar, verið óheimilt, með tilliti til framangreindra lagaákvæða, að ráðstafa hluta veiðiréttar Staðastaðar frá jörðinni á þennan hátt,“ segir í dómnum.

RÚV greindi frá því í mars að áðurnefndir dómar Hæstaréttar gætu haft víðtæk áhrif á veiðirétt víða um land. Dómur héraðsdóms rennir stoðum undir þá fullyrðingu.

Óljós og ónákvæm krafa

Stefnandi, Kirkjumálasjóður, krafðist þess jafnframt að skipting jarðarinnar Staðastaðar og Traða væri viðurkennd samkvæmt fyrrnefndum landskiptum frá 1939. Þeirri kröfu vísaði dómurinn frá án þess að taka hana efnislega fyrir. Frávísunin var á þeirri forsendu að kröfugerð Kirkjumálasjóðs hafi verið „svo óljós og ónákvæm að ekki sé unnt að leggja efnisdóm á hana“. Í kröfunni voru þulin upp GPS-hnit landamerkjanna án þess að lýsing á staðháttum fylgdu með. „Hvergi er hins vegar í kröfugerðinni vísað til staðhátta í landslagi og engin tilraun gerð til að rökstyðja tilgreiningu hornpunktanna,“ segir meðal annars í dómi héraðsdóms.

DV ræddi við Guðjón Ármannsson á þriðjudag sem staðfesti að umbjóðandi hans, eigandinn Traða, hygðist áfrýja dómnum. Ingi Tryggvason, lögmaður Kirkjumálasjóðs í málinu, sagði í samtali við DV að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvert framhaldið yrði hvað varðaði landamerkjadeiluna. Lögmönnum málsaðila ber saman um að ár gæti liðið þar til niðurstaða Hæstaréttar hvað varðar veiðiréttinn gæti legið fyrir – að undangenginni áfrýjun stefnda.

Sjá einnig: Landeigandi kærður fyrir morðhótun og líkamsárás

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“