Earl Forrest varð þremur að bana
Sextíu og sex ára Bandaríkjamaður, Earl Forrest, var tekinn af lífi í nótt, rúmum þrettán árum eftir að hann skaut þrjá einstaklinga til bana. Aftakan átti sér stað í Missouri og var hún sú nítjánda síðan í nóvember 2013. Tuttugu og fimm fangar sitja á dauðadeild í Missouri.
Earl var dæmdur fryrir að skjóta þrjá til bana; Harriett Smith, Michael Wells og lögregluþjóninn Joann Barnes. Earl hafði verið að drekka þegar hann fór á heimili Harriett í bænum Salem í Missouri og krafðist þess hún keypti handa honum sláttuvél og hjólhýsi.
Það átti hún að gera í skiptum fyrir upplýsingar sem hann lét af hendi og vörðuðu sölumamann metamfetamíns sem Earl hafði komið Harriett í samband við. Rifrildi urðu til þess að Earl dró upp byssu og skaut hann Harriett til bana. Michael var í heimsókn hjá Harriett þegar atvikið átti sér stað og var hann einnig skotinn til bana. Þegar lögregla umkringdi heimili hans skaut hann Joann til bana.