fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

„Við erum í góðum fíling hér í sólinni“

Íslenski Eurovision-hópurinn er kominn til Stokkhólms

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og vant er á þessum árstíma bíður stór hluti þjóðarinnar í ofvæni eftir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Íslenski hópurinn, með söngkonuna og lagasmiðinn Gretu Salóme í fararbroddi, er nú þegar kominn til Stokkhólms.

Blaðakona DV náði tali af Felix Bergssyni sem er aðstoðaryfirmaður sendinefndarinnar að þessu sinni. „Við erum í góðum fíling hér í sólinni í Stokkhólmi. Það er allt að gerast,“ segir Felix, en í sendinefndinni eru um 20 manns, listamenn, aðstoðarfólk og starfsmenn RÚV.

Eins og að setja upp leikrit

Felix segir hópinn eiga mikla vinnu fyrir höndum. „Við vorum ekki alveg ánægð með það sem Svíarnir ætluðu að bjóða okkur upp á í sviðsetningunni, svo það var nauðsynlegt að spóla aðeins til baka og finna réttu lausnirnar, en núna er þetta farið að líta mjög vel út.“ Hópurinn á þó mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta er eins og að setja upp leikrit. Það koma augnablik þar sem maður heldur að verkið komist aldrei á svið, og jafnvel að maður muni aldrei vinna framar. En svo smellur þetta allt að lokum.“

Bjartsýnn hópur

Fyrsta æfing á atriðinu fer fram á sviðinu í tónleikahöllinni Globen í dag, en undanúrslitakeppnin er haldin 10. maí. „Greta keppir svo í úrslitakeppninni þann 14. maí,“ segir Felix og hljómar sigurviss. „Við erum öll mjög bjartsýn þó svo að veðbankar spái því að við rétt skríðum upp í úrslitin. Undanfarin ár hafa þeir verið sannspáir um fimm efstu sætin, en lítið að marka eftir það.“

Felix segir einvalalið mynda íslenska hópinn. „Við erum auðvitað miklu fámennari en hóparnir frá flestum öðrum þjóðum. Ég held til dæmis að Rússarnir séu með um 50 manns á svæðinu. En hér er valinn maður í hverju rúmi. Greta er eins og nagli, og svo eru hér reynsluboltar á borð við Pétur Örn, Þorvald Bjarna, Kristján Gísla og svo auðvitað Gísli Marteinn, sem mun lýsa keppninni í beinni.“

Fylgist með

Felix Bergsson mun flytja fréttir af ævintýrum hópsins á samfélagsmiðlum. Hann mun birta myndir og myndbönd daglega og gefa fólki færi á að skyggnast inn í undirbúninginn á bak við atriðið og það sem gerist baksviðs. Felix má finna á Twitter: @felixbergsson og á Facebook: https://www.facebook.com/bergssonfelix

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska