fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Haraldur Nelson um fyrsta dauðsfall MMA-kappa í Evrópu: „Þetta er mjög sorglegt“

João Carvalho lést eftir MMA-bardaga síðastliðið laugardagskvöld

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. apríl 2016 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalski bardagakappinn João Carvalho keppti síðastliðið laugardagskvöld við Charlie Ward á Alþjóðaleikvellinum í Dublin. Eftir að hafa tapað þremur lotum féll hann í jörðina tuttugu mínútum eftir síðustu lotuna og var fluttur á sjúkrahús.

Charlie Ward, íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson og Conor McGregor eiga það allir sameiginlegt að hafa hlotið handleiðslu John Kavanagh, en hann sendir Carvalho og fjölskyldu hans samúðarkveðju á Facebook.

Í samtali við DV segir Haraldur Nelson, pabbi Gunnars, að Gunnar og Ward hafi æft saman og kannist hvor við annan. Haraldur segir slysið vera mjög sorglegt, líkt og öll slys sem verða.

„Dauðsfallið er það fyrsta sem verður á um tuttugu ára ferli MMA í Evrópu,“ segir Haraldur í samtali við blaðamann. Hann segist spyrja sig að því hvort kannski hafi verið um undirliggjandi veikleika að ræða. Slíkt sé ekki hægt að vita nema með miklu eftirliti og vísar til þess þegar Gunnar var sendur í heilaskanna þegar hann keppti í UFC.

„Ég hef ekki séð bardagann sjálfur, en þeir sem hafa séð hann segjast hafa séð verri höfuðhögg en þarna voru látin dynja. Maður veit ekki hvað það er sem gerist,“ segir Haraldur að lokum.

“Andlátstilkynning:
Nobrega liðið staðfestir að João Carvalho, einn okkar liðsmanna, lést í gærkvöldi á Baumont sjúkrahúsinu í Dublin, kl. 21.35.

Það er með mikilli sorg sem við ritum þessi orð, en João lést eftir að tvísýnt var um líf hans í 48 stundir. Á TEF MMA mótinu sem haldið var á laugardag á National Boxing leikvanginum í Dublin, var farið eftir öllum öryggisreglum, og eftir bardagann voru viðbrögð rétt og samkvæmt reglum.

João leið illa um 20 mínútum eftir að bardaganum lauk. Læknateymi aðstoðaði hann strax á staðnum, og hann var síðan fluttur í flýti á Beumont sjúkrahúsið, þar sem hlúð var að meiðslum hans í skurðaðgerð á heila.
Eftir aðgerðina var João ennþá í lífshættu allt þar til hann var úrskurðaður látinn á mánudag kl. 21.35.

Andlát João er harmleikur, þrátt fyrir að læknirinn sem tengdist mótinu hefði fylgt honum eftir, stuðning írsku þjóðarinnar, sem við metum mikils á þessum erfiðu tímum, og þó að áhættan sem fylgir íþróttinni sé vel þekkt.
Bæði fjölskylda hans og liðsfélagar eru harmi slegin, en hann hafði fylgt Nóbrega liðinu á ferli sínum bæði heima og erlendis. Með sorg í hjarta sendum við fjölskyldu João innilegar samúðarkveðjur, og sömuleiðis öllu Nobrega liðinu.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Lp0brVc1094&w=1000&h=563]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“