fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Jón Gunnarsson svarar Agli: „Já Egill hneykslast … Er ekki mál að linni þessu rugli?“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 9. apríl 2016 00:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Jóns Gunnarssonar hafa vakið mikla athygli á þingi og reiði hjá stjórnarandstöðunni og andstæðingum stjórnarflokkanna. Jón sagði í pontu í umræðum um vantraust:

„Það liggur alveg fyrir að menn hafa fallist á það að það verði kosið fyrr. Það er spurt að því hvenær verði kosið. Það byggir að mínu mati ekki síst á því hvernig stjórnarandstaðan og stjórnarflokkarnir ná saman hér í þingsal um afgreiðslu mjög mikilvægra mála fyrir okkar samfélag. Ef að við förum ekki í þá vegferð saman, náum saman niðurstöðu um þessi mál, þá getur það tafið afgreiðslu á mikilvægum málum og þá tefjast kosningar.“

Gagnrýnir Egill ummælin í ljósi atburðarrásar síðustu daga. Segir hann nauðsynlegt að fá þetta á hreint. Egill segir á Eyjunni:

„Það er nauðsynlegt að fá það fram hvort þetta er hugmyndin – og þá í anda þess sem Bjarni Benediktsson sagði í fyrrakvöld þegar hann tilkynnti um stjórnarmyndunina. Þetta er lykilatriði í stjórnmálabaráttunni sem er framundan og verður að vera skýrt.“

Ennfremur sagði Birgitta Jónsdóttir að ríkisstjórnin hefði framið valdarán og ný ríkisstjórn ljúgi því að boða eigi til kosninga. Eina sem vaki fyrir stjórninni sé að róa mótmælaölduna. Frá þessu greinir Eyjan.

Jón Gunnarsson svarar Agli á Facebook-síðu sinni nú skömmu eftir miðnætti og segir:

„Já, Egill hneykslast á því að lýðræðislega kjörinn meirihluti á Alþingi ætli ekki að láta minnihlutann komast upp með að knýja fram kosningar án þess að ljúka þeim mikilvægu málum sem enn er ólokið. Hún er stundum sérstök þessi skilgreining góða fólksins á lýðræðinu.“

Jón segir að hann hafi sett þetta fram þar sem hann hafi heyrt á málflutningi þingmanna minnihlutans að þeir ætluðu sér ekki að hleypa neinum málum áfram í þinginu.

„Egill sá ekki ástæðu til að skrifa um það sem ógn gegn lýðræðinu. Er ekki mál að linni þessu rugli?“

Hér má sjá hina umdeildu ræðu Jóns:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=TRdtr4WzTBU&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag