Donald Trump sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að það ætti að refsa konum fyrir að fara í fóstureyðingar. Hann dró raunar ummælin til baka sama dag, eftir að hafa bæði verið harðlega gagnrýndur af hagsmunasamtökum, auk þess sem þessi skoðun gengur í berhögg við úrskurð hæstaréttar Bandaríkjanna, frá árinu 1973, þar sem úrskurðað var að það væri ekki ólöglegt að fara í fóstureyðingu.
Donald er samt sem áður andvígur fóstureyðingum þó hann vilji leyfa þær með ákveðnum undanþágum.
Málið er mjög viðkvæmt í Bandaríkjunum, þá ekki síst vegna þess að íhaldssmaður hluti repúblikana eru alfarið á móti fóstureyðingum þrátt fyrir að þær séu löglegar.
Andstæðingur Trump, Ted Cruz, sagði ummælin sýna enn og einu sinni að Trump hugsaði ekki málin nægilega vel áður en hann talaði.