fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Skýlaust brot þegar kvíga drapst á Norðvesturlandi: Neitar að tjá sig um málið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 18. mars 2016 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um skýlaust brot var að ræða þegar kvíga drapst eftir illa meðferð bónda á Norðvesturlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mast. Dýralæknirinn sem rannsakaði málið neitar að tjá sig við DV sem fjallaði um málið í gær.

Í skeyti frá Mast segir að stofnunin hafi fengið ábendingu í lok júní 2015 um að kýr hefði drepist vegna illrar meðferðar af hálfu bónda á Norðvesturlandi. Í frétt Fréttatímans segir að bóndinn hafi brugðið reipi um hálsinn á skepnunni og dregið hana á bíl sem hann ók þannig að hún drapst. Þá var sagt að bóndinn hefði barið skepnuna með staurum og ekið bíl sínum á hana. Dóttir bóndans varð vitni að því sem gerðist og segir í fréttinni að það hafi fengið mikið á hana.

Í tilkynningu frá Mast segir að eftirlitsmenn hafi farið á staðinn og bóndinn viðurkennt að kýrin hefði drepist. Lýsing hans á því sem gerðist er í veigamiklum atriðum ekki í samræmi við það sem hefur komið fram í fréttum. Matsmenn mátu það þó svo að um skýlaust brot á lögum um velferð dýra væri að ræða. Bóndinn var því áminntur á staðnum. Þá var hann settur undir eftirlit af hálfu héraðsdýralæknis. Ekki er greint frá hver hinn veigamikli munur er í skeyti Mast. DV hafði samband við Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, sem annaðist rannsóknina, en hann vildi ekki svara af hverju hræið var ekki grafið upp og rannsakað frekar en það hefur meðal annars verið gagnrýnt af Dýraverndunarsamtökum Íslands. Neitaði Jón einnig að tjá sig um aðra þætti málsins og vísaði á fjölmiðlafulltrúa.

Þegar þetta gerðist var ekki byrjað að hefja innheimtu stjórnvaldssekta á grundvelli heimilda í lögum um dýravelferð. Því hefur nú verið breytt og fer sektarupphæð eftir alvarleika brotsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða