fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Þetta eru ósýnilegu þingmennirnir

Þingmennirnir sem minnst hefur borið á – Stjórnarliðar tala minnst

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir þingmenn sem minnst hefur borið á síðastliðna átján mánuði eru allir þingmenn stjórnarflokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt Eyjunnar sem birt var í helgarblaði DV.

18 mánaða tímabil

Eyjan tók saman lista yfir þá þingmenn sem minnst þykir hafa borið á. Var það gert með því að kanna þann tíma sem þeir hafa eytt í ræðustól Alþingis á yfirstandandi þingi, frá því í septemberbyrjun 2015 og til mánudagsins 22. febrúar síðastliðinn. Þá var leitað eftir því hversu mörg þingmál þingmenn hefðu lagt fram, þingsályktunartillögur, frumvörp, fyrirspurnir auk annars. Stuðst var við síðu Alþingis í þeim efnum. Auk þess var lauslega farið yfir hversu mikið hefur borið á þingmönnum í fjölmiðlum á yfirstandandi þingvetri.

Samfylkingarþingmenn tala mest

Í úttektinni kemur margt athyglisvert fram. Þannig hafa þingmenn Samfylkingarinnar verið duglegir í ræðustól Alþingis það sem af er vetri. Munar þar mest um Össur Skarphéðinsson sem talað hefur næstmest á því tímabili sem um er rætt, eða í tæpar 17 klukkustundir. Mest hefur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talað, eða í rúmar 17 klukkustundir.

Stjórnarliðar á botninum

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað minnst, eða í rúmar 33 mínútur. Þar á eftir kemur Líneik Anna Sævarsdóttir, einnig Framsóknarflokki, með 50 mínútur og þar á eftir Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, með tæpa 51 mínútu. Þórunn hefur tekið 38 sinnum til máls, Líneik Anna 25 sinnum og Valgerður 41 sinni. Fjórði þingmaðurinn sem hefur talað í minna en klukkustund er Haraldur Einarsson, Framsóknarflokki, með 51 mínútu og 14 ræður. Enginn þessara þingmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem fyrsti flutningsmaður, en Þórunn hefur lagt fimm slíkar fram sem meðflutningsmaður.

Fleiri ósýnilegir

Í umfjöllun Eyjunnar eru fleiri þingmenn tíundaðir. Þannig hefur hinn reynslumikli Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, lítið haft sig í frammi. Hann hefur talað í rúma klukkustund og tekið 23 sinnum til máls. Hann hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu og ekki heldur neitt frumvarp. Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, hefur talað í 1 klukkustund og 18 mínútur, en ekki lagt fram neina þingsálykunartillögu sem fyrsti flutningsmaður. Þá hefur hann ekki lagt neitt frumvarp fram og lagt fram eina fyrirspurn til skriflegs svars. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, hefur talað í 1 klukkustund og 25 mínútur og tekið 41 sinni til máls. Hann hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu, en eitt frumvarp, skipulags- og mannvirkjamál millilandaflugvalla sem hann lagði fram í síðustu viku. Þetta sama frumvarp lagði hann fram á síðasta þingi. Loks er Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, nefnd. Hún hefur talað í 1 klukkustund og 25 mínútur og tekið 31 sinni til máls. Hún hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu, ekkert frumvarp og enga fyrirspurn.

ítarlega úttekt Eyjunnar má finna hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Í gær

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði
Fréttir
Í gær

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?