fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Helgi Hrafn biðst afsökunar: „Mér var gjörsamlega misboðið“

Biður Birgittu afsökunar á ummælum í Morgunblaðinu – „Mér var gjörsamlega misboðið en ég sé núna að það réttlætir ekki að ganga fram með þeim hætti sem ég gerði þá“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur beðist afsökunar á því að hafa „dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána“. Þá biður hann Birgittu Jónsdóttur á orðum sem hann lét falla í Morgunblaðinu í síðustu viku og að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum.

Þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir Þingmaður Pírata.

Mynd: Mynd DV / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Innanhússátök

Innanhússátök hafa sett svip sinn á Pírata undanfarna daga. Birgitta og Helgi Hrafn tókust til að mynda á í fjölmiðlum um hvort að Píratar almennt vildu styttra þing á næsta kjörtímabili og kjósa um stjórnarskrá og ESB. Þau virðast algjörlega á öndverðum meiði í því máli og sakaði Birgitta meðal annars Helga Hrafn um „stórkostlegar rangfærslur“ varðandi málið á Facebook-síðu sinni. Birgitta skrifaði pistil um málið á Pírataspjallið á Facebook í morgun þar sem hún freistaði þess að lægja öldurnar.

Sjá einnig: Birgitta: „Í hvert sinn sem við beinum gremju eða andúð gagnvart hvert öðru þá erum við að skemmta skrattanum

Ekkert skrýtið að málið valdi ruglingi

Helgi Hrafn skrifar langan pistil um málið á Pírataspjallið á Facebook þar sem hann, sem fyrr segir, biðst afsökunar á að hafa dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána.

„Mér hafði skilist á öllum sem ég hafði talað við um málið, að upprunaleg tillaga hefði verið sú að á næsta kjörtímabili myndum við einungis fara í tvö mál, þ.e. ESB-umsóknina og stjórnarskrána og gera þetta á stuttu kjörtímabili, nánar til tekið á 6-9 mánaða tímabili. Sú tillaga skildist mér að hefði verið felld og að í staðinn hefði verið samþykkt að leggja fókus á þessi tvö mál án skilyrðis um stutt kjörtímabil og án þess að fjalla einungis um þessi tvö mál. Við lestur á tillögunni sem var samþykkt var stendur: „Aðalfundur Pírata ályktar því að leggja fyrir flokksmenn að Píratar lofi íslensku þjóðinni, að fái flokkurinn umboð hennar í næstu kosningum til Alþingis muni næsta þing fjalla um og samþykkja tvö mál.“

Strangt til tekið þýðir þetta að það verði bara eitt þing, eins og Birgitta bendir á, án þess að tilgreint verði hversu langt það sé. Það er lítið skrýtið að þetta valdi ruglingi. Ég get tekið á mig ábyrgð á því að hafa misskilið þetta upprunalega og sömuleiðis að í kjölfarið dreift út einhverjum misskilningi um þetta. Ég bið sjálfan mig afsökunar á því, en flokkinn afsökunar á því að hafa dýpkað misskilninginn frekar en valda því að hann skerptist,“ segir Helgi meðal annars og bætir við að skilningur fólks um þetta atriði sé óljós.

Var reiður

Helgi heldur áfram í pistli sínum og biður Birgittu Jónsdóttur afsökunar á orðum sem hann lét falla í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar sagði Helgi meðal annars: „Mér finnst það skjóta skökku við að manneskja í valdastöðu, sem í þokkabót hefur opinberlega rægt aðra þónokkuð oft og mikið, taki þessu svona og upplifi sjálfa sig í fórnarlambshlutverkinu.“ Vísaði Helgi til viðbragða Birgittu við gagnrýni sem hún fékk á sig á fyrrnefndu Pírataspjalli á Facebook, en gagnrýnin kom frá Ernu Ýr Öldudóttur, formanni framkvæmdaráðs Pírata. Gagnrýndi Erna Birgittu fyrir að titla sig formann eða kaptein flokksins án þess að vera það. Birgitta svaraði fyrir sig og sagði að „þetta eilífa niðurrif“ væri byrjað að hafa „djúpstæð áhrif.“

Ég sé núna að það hefði verið mun betra að ræða málið fyrst við Birgittu

„Um leið og ég sá umræðuna í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort ég skuldaði henni afsökunarbeiðni og hefði hlaupið fram fyrir mig, en þá var ég ennþá svo gríðarlega reiður að mér fannst þetta einhvern veginn þurfi. Ég sé núna að það hefði verið mun betra að ræða málið fyrst við Birgittu, en satt best að segja var á þeim tíma ekki talsamband milli okkar, sem er eitthvað sem við höfum reynt að laga síðan þá. Mér var gjörsamlega misboðið en ég sé núna að það réttlætir ekki að ganga fram með þeim hætti sem ég gerði þá. Því vil ég biðja Birgittu Jónsdóttur innilega afsökunar á því,“ segir Helgi í bréfi sínu og bætir við að Píratar þurfi að ræða hvernig þeir fara með vald, það beinist ekki bara að Birgittu.

„Vald er þess eðlis að það veldur deilum og fólki þykir það jafnan þung ásökun að hafa misbeitt því og þess vegna mikilvægt að við reynum að ræða það af sem mestri yfirvegun og í aðstæðum þar sem við getum hvað best tekist á við erfið mál,“ segir Helgi en hann endar bréfið á biðja Birgittu afsökunar á að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum.

Ég vil biðja hana afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum

„Það er rétt hjá Birgittu Jónsdóttur að hún bað mig um að vera ekki með neinar bombur í fjölmiðlum og ég hef reynt að forðast þær. Það mistókst greinilega vegna ólíks skilnings á því hvernig hafi farið á síðasta aðalfundi og nákvæmlega hvert eðli tillögunnar sé sem samþykkt var. Ég vil biðja hana afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum. Ég reyndi en það mistókst og það er á mína ábyrgð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt