fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Meira ofbeldi í Biblíunni en Kóraninum

Hugbúnaðarverkfræðingur notaði forrit sem skannaði Biblíuna og Kóraninn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greining á því hvort Biblían eða Kóraninn er ofbeldisfyllri leiðir í ljós að meira ofbeldi er að finna í Biblíunni. Þetta er að minnsta kosti niðurstaða hugbúnaðarverkfræðingsins Toms Anderson sem lagðist í rannsóknarvinnu til að leiða þetta vinsæla þrætuepli til lykta.

Breska blaðið Independent greinir frá þessu, en þar kemur fram að Tom hafi lagst í þessa vinnu í kjölfar ásakana hjá misvirtum álitsgjöfum að hryðjuverk öfgafullra íslamstrúarmanna megi rekja til þess ofbeldis sem finna má í helgasta riti Múhameðstrúar, Kóraninum.

Anderson notaðist við hugbúnað, Odin Text, til að skanna innihald enskrar útgáfu Biblíunnar, Gamla og Nýja testamentið, og svo notaðist hann við eintak af Kóraninum frá árinu 1957. Það tók hugbúnaðinn aðeins tvær mínútur að lesa og greina innihald þessara tveggja helgu rita. Öllum orðunum í ritunum var raðað í átta flokka: gleði, eftirvæntingu, reiði, andstyggð, sorg, undrun, ótta/hræðslu og traust. Í ljós kom að Biblían skoraði mun hærra en Kóraninn í flokkunum reiði og mun lægra í flokknum traust. Með öðrum orðum mátt flokka hlutfallslega fleiri orð í Biblíunni í flokkinn reiði en færri í flokkinn traust.

Anderson gerði frekari greiningu á niðurstöðunum og í ljós kom að mun meira ofbeldi var að finna í Gamla testamentinu en því nýja. Ofbeldið var tvöfalt meira í Gamla testamentinu í samanburði við Kóraninum. „Af þessum þremur ritum (Gamla testamentinu, Nýja testamentinu og Kóraninum) er mest ofbeldi í Gamla testamentinu,“ segir Anderson í bloggfærslu sem Independent vitnar til.

Anderson tekur þó fram að niðurstöðurnar séu engin sönnun fyrir því að meira eða minna ofbeldi sé í Biblíunni en Kóraninum, eða öfugt. „Við vitum að Gamla- og Nýja Testamentið og Kóraninn eru ekki einu helgirit íslam, kristni eða gyðingdóms […] Ég legg einnig á það áherslu að þessi greining er yfirborðskennd og niðurstöðurnar ekki afdráttarlausar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Syndis kaupir Ísskóga

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“