fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Færð og aðstæður á þjóðvegum landsins

Hálka og skafrenningur á Suðurlandi – Snjóþekja á Vesturlandi – Þæfingsfærð fyrir norðan – Éljagangur á Austurlandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varasamar aðstæður virðast vera á þjóðvegum landsins nú í morgunsárið en þó er færðin nokkuð mismunandi eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má þó búast við hálku í öllum landshlutum.

Nú um tíu leytið er hálka og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði. Vegagerðin segir að hálka sé auk þess á flestum öðrum vegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á Klettshálsi og einnig á kafla á Innstrandavegi. Á vegi 60 eru umferð vísað um vetrarveg við Bæjardalsá og Geiradalsá.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi en þó er þæfingsfærð á Hófaskarði. Vegur að Dettifossi er ófær samkvæmt Vegagerðinni.

Hálka er á vegum á Austurlandi og éljagangur á stöku stað. Hálka er einnig með suðausturströndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“