Starfaði meðal annars sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur
Hallmar Sigurðsson leikari, leikstjóri og framkvæmdastjóri er látinn, 63 ára að aldri.
RÚV greinir frá.
Hallmar lést á Landspítalanum í gær en hann var lengi leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Þá var hann leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur á árunum 1987 til 1991.
Síðustu árin starfaði hann sem framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands auk þess að starfa sjálfstætt við menningarráðgjöf. Eftirlifandi eiginkona Hallmars er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt.