fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Vigdís Hauksdóttir: „Sem betur fer var ekki búið að finna upp rítalín þegar ég var lítil“

Kærir sig kollótta um álit annarra – „Það er einhver rosaleg óþolinmæði gagnvart því sem ég segi“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er kona sannleikans og ég þoli ekki meðvirkni,“ segir Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og þingkona Framsóknarflokksins en óhætt er að segja að hún sé einn umdeildasti og litríkasti stjórnmálamaður samtímans. Hún segist ávallt standa með sjálfri sér og hafi búið til skrá til að verjast illu umtali.

Í sjónvarpsþættinum Mannamál á Hringbraut tekur Vigdís undir það að hún sé búin að „vera í hakkavélinni“ frá því hún kom inn á þing. „Ég náttúrulega kem inn á þing og sest beint í stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan er yfirleitt alltaf í skjóli en það átti ekki við um mig.“

„Ég er kona sannleikans og ég þoli ekki meðvirkni. Verkfærið okkar er tungan og munnurinn og ég hef bara sagt það sem þarf að segja. Auðvitað hef ég stundum farið fram úr mér en það eru örfá skipti. Mér finnst betra að hafa þetta þannig að segja hlutina, segja þá oftar og taka á fleiri málun heldur en að láta kyrr liggja og þora ekki að fara í málin, það er ekki minn stíll.“

Aðspurð um hvað það er í fari hennar sem fari í taugarnar á fólki segist Vigdís vera hvatvís: „Ég hef stundum sagt að sem betur fer hafi ekki verið búið að finna upp rítalín þegar ég var lítil. Það er eitthvað við mig sem fær hárin til að rísa hjá sumum. Ég er alltaf eins, og ég hef ekkert breytt mér. Þetta er bara ég, mín skapgerð og mitt eðli og mín framkoma. Ég er bara svona.“

Þá bendir hún á að í starfi sínu vilji hún láta allt flakka. „Ég vinn við það. Benda á galla. Koma með úrbætur og vera málefnaleg og taka á óþægilegum málum sem enginn annar hefur þorað að fara inn í vegna þess að þá stendur bara strókurinn á viðkomandi.“

Þá segir hún að hún hafimyndað sér skráp fyrir athugasemdum annarra sem oft á tíðum séu ansi óvægar. „Ég hef oft hugsað hvað þetta er, vörumerkið Vigdís Hauksdóttir. Ingibjörg Sólrún sagði það er gefið rásmerki á það sem ég segi. Þá var hún jafnframt að benda á Jón Bjarnason en hann var á sínum tíma sem ráðherra á svipuðum stað og ég. Það er einhver rosaleg óþolinmæði gagnvart því sem ég segi. Ég beiti mér mjög hart og sannfæringu fyrir þeim málum og mínum skoðunum. Það virðist ekki vera þolinmæði fyrir því í samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segja Ásdísi ekki skilja stjórnskipulag bæjarins sem hún stýrir

Segja Ásdísi ekki skilja stjórnskipulag bæjarins sem hún stýrir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður
Fréttir
Í gær

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Ekki hæfur til að vera úti meðal almennings – Kallaði lögreglumenn „aumingja“ og „fagga“

Ekki hæfur til að vera úti meðal almennings – Kallaði lögreglumenn „aumingja“ og „fagga“
Fréttir
Í gær

Krafist atvinnurekstrarbanns yfir gjaldþrotakóngi – Slóð gjaldþrota eftir Ásgeir sem sakaður er um kennitöluflakk

Krafist atvinnurekstrarbanns yfir gjaldþrotakóngi – Slóð gjaldþrota eftir Ásgeir sem sakaður er um kennitöluflakk
Fréttir
Í gær

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum