fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Reynir Þór fær fjögur ár fyrir hrottaárás: Fórnarlambið með varanlegan heilaskaða

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. janúar 2016 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands staðfesti fjögurra ára fangelsisdóm yfir Reyni Þór Jónassyni, sem lamdi mann til óbóta á Grundarfirði þarsíðasta sumar. Reynir, ásamt öðrum manni, sem er þýskur ríkisborgari, lömdu mann svo illa að hann liggur enn illa haldinn á spítala.

Í dómi Hæstaréttar segir að nýtt læknisvottorð hafi verið lagt fram og þar hafi komið fram að fórnarlambið sé með varanlegar afleiðingar af lífshættulegum heilaskaða og honum hafi nær ekkert farið fram síðastliðið hálft ár.
Horfur á frekari bata hljóti að teljast mjög takmarkaðar.

Myndbandsupptaka náðist af atvikinu og mátti meðal annars sjá Reyni og hinn manninn lemja hann til skiptis þar til hann fellur, að því er virðist, meðvitundarlaus aftur á bak og skellur með höfuðið í steypuna.

Reynir slær svo manninn aftur tveimur höggum í andlitið og reynir hann ekki að bera hendur fyrir andlit sitt þrátt fyrir árásina. Að lokum má sjá mennina tvo, Reyni og þann þýska, slá saman öxlum og klappa hvorum öðrum á bakið.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Reyni í fjögurra ára fangelsi og stendur sá dómur óraskaður. Reynir þarf þó að greiða 2,3 milljónir í málskostnað.

DV greindi frá því síðasta sumar að árið 2012 fékk Reynir tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára fyrir líkamsárás gegn barnsmóður sinni. Hann reyndi þá meðal annars að krækja út augu barnsmóður sinnar.

Báðir voru mennirnir í áhöfn Baldvins NC 100, þegar árásin átti sér stað. Reynir er fyrrverandi Íslandsmeistari í vaxtarrækt. Þýski maðurinn fékk einnig fjögur ár fyrir aðild sína að árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Í gær

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Í gær

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Í gær

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“