fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

Brúðkaupsafmæli David og Victoriu Beckham – 21 ár af ævintýrum

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurhjónin Victoriu og David Beckham kannast flestir við en hún öðlaðist frægð í stúlknabandinu Spice Girls, eða Kryddpíunum, en hann sem fótboltamaður. David spilaði með Manchester United  og enska landsliðinu en einnig fyrir Real MadridMilanLA Galaxy og Paris SaintGermain. Hann var fyrsti Englendingurinn til að vinna félagsliðatitla í fjórum löndum; Englandi, Spáni, Bandaríkjunum og Frakklandi. David lagði takkaskóna á hilluna árið 2013 eftir tuttugu ára farsælan feril. Victoria skaust fyrst upp á stjörnuhimininn árið 1994 þegar hljómsveit hennar Spice Girls kom fram á sjónarsviðið en sveitin öðlaðist heimsfrægð á skömmum tíma. Þegar hljómsveitin lagði upp laupana árið 2001 sneri Victoria sér að tísku og frumsýndi til að mynda sína fyrstu fatalínu á tískuvikunni í New York árið 2008. Síðan þá hefur hún verið farsæl í starfi og er virtur fatahönnuður auk þess sem hún er með eigin snyrtivörulínu.

Sagan segir að David hafi séð myndband með Spice Girls, orðið hugfanginn af Victoriu sem þá bara eftirnafnið Adams, og ákveðið að kvænast henni. Það fór alla vega svo að þau gengu í það heilaga árið 1999 og fagna því 21 árs brúðkaupsafmæli sem þykir ansi langlíft á stjörnumælikvarða. Við skulum renna yfir nokkur augnablik í lífi hjónanna sem fest hafa verið á mynd.

2015: Fjölskyldan á fremsta bekk á Burberry tískusýningunni.

1999: Þetta ár fór að mestu í að vera í stíl.

2004 :Er þetta bros sem Victoria er að prófa?

2009: David og Victoria mynduð í tilefni þess að vera ný andlit nærfatalínu Emorio Armani.

1998: Nýtrúlofuð og sykursæt.

2020: Fjölskyldan eyddi áramótunum á sveitasetrinu þeirra í Cotvolds og notaði tækifærið fyrir fallega myndatöku af þeim öllum; BrooklynCruz, David, VictoriaRomeo og Harper.

2003: David tekur á móti orðu breska heimsveldisins ,OBE, fyrir framlag sitt til fótbolta. Þess má geta að Victoria fékk sína eigin orðu fjórtán árum síðar fyrir framlag sitt til tísku.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.