fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Niðurlægð eftir að mæður kvörtuðu yfir sundfötunum: „Ég er ekki óviðeigandi þó ég sé kynþokkafull“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. febrúar 2020 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicole Bernardocchi ætlaði að hafa það notalegt í gufu í sundlaug í heimabæ sínum í Bretlandi. Sundferðin var hinsvegar allt annað en ánægjuleg, en henni var sagt að vinsamlegast hylja sig því sundföt hennar væru of „kynþokkafull.“

Nicole, 23 ára, var í svörtum sundbol og segir að það hafi verið „öfundsjúkar mæður“ sem hafi kvartað undan henni. Hún segir frá þessu í samtali við The Sun.

„Ég fékk nokkur skrýtin augnaráð frá mömmunum í mátunarklefunum áður en ég fór í gufuna, en ég pældi ekkert í því. Konan í móttökunni var vingjarnleg og leyfði okkur að borga minna en venjulega því það voru börn í sundskóla á sama tíma,“ segir hún.

Sundfötin.

„Ég hélt fyrst að kortið hafi ekki farið í gegn þegar konan í móttökunni bað um að fá að tala við mig fyrir utan. En ég var hneyksluð þegar hún sagði mér að nokkrar mömmur hafi kvartað yfir því að sundföt mín væru óviðeigandi og ég þyrfti að ná mér í handklæði. Þetta var vandræðalegt, að vera dregin til hliðar af starfsmanni þegar það var fleira fólk í gufunni.“

Nicole neitaði að fara að ná í handklæði og fór í mátunarklefann.

„Ég skammaðist mín. Ég ætlaði ekki aftur í gufuna. Mér finnst þetta vera mismunun, það sást ekkert og ef ég hefði verið stærri þá held ég ekki að þær hefðu kvartað. Unnusti minn sagði við mig að þetta hafi verið fordómar gagnvart líkamanum mínum og það er ekki í lagi. Mér leið hræðilega eftir þetta. Ég vildi ekki fara en þetta var svo vandræðalegt,“ segir hún.

„Bara því ég er kynþokkafull þá þýðir það ekki að ég sé óviðeigandi fyrir sundlaugina. Ég var ekki að sýna kynfærin mín eða brjóstin mín,“ segir hún.

The Sun hafði samband við rekstrarstjóra sundlaugarinnar sem neitaði að tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.