fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Algengustu draumarnir og hvað þeir merkja: Blautir draumar, framhjáhald og nekt

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 24. ágúst 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú vaknað við hliðina á makanum með samviskubit eftir að hafa haldið framhjá honum/henni í draumheimum? Samkvæmt Theresu Cheung, sérfræðingi um málefni sálarinnar (e. spiritual expert) þá merkja draumarnir ekki alltaf það sem við höldum að þeir þýði. Þessu greinir vefmiðillinn daylymail.com frá.

Theresa gaf fyrir stuttu út nýja bók, The Dream Decoder Journal, en í bókinni má finna sérlega áhugaverðar og upplýsandi útlistanir á því hvað helstu draumarnir okkar merkja. Draumar eins og framhjáhald, eldur, peningar og margt fleira.

Sérfræðingar vilja meina að draumar eigi sér stað þar sem heilinn er enn virkur á meðan við sofum. Sumir draumar eru sjálfsævisögulegir, þ.e. eru samsettir úr brotum úr lífi okkar sem hafa haft áhrif á sálarlíf okkar.

Ertu seinn í draumnum?

Að vera seinn getur þýtt margt í draumafræðum en hefur yfirleitt eitthvað með erfiðleika dreymandans að gera. Oftast stendur dreymandinn frammi fyrir verkefni sem hann eða hún á erfitt með að tækla vegna ónógs sjálfstrausts.

Algengasta birtingarmynd þessara drauma er að vera seinn í flug eða lest og er klassískt tákn um að dreymandinn hafi ekki trú á að hann eða hún standi undir því verkefni sem liggur fyrir. Einnig er líklegt að dreymandanum finnist hann vera að missa stjórn, sérstaklega þegar kemur að skilafresti.

Seinagangur í vöku bendir til þess að viðkomandi þurfi að skipuleggja sig betur. En dreymi þig um að vera sein/nn þá getur það hjálpað þér að takast á við ótta og aðstæður sem þú hefur verið að forðast. Einnig geta slíkir draumar merkt að dreymandi sjái eftir tækifærum sem ekki voru gripin.

Nekt:

Nekt í draumi bendir til berskjöldunar dreymandans. Theresa bendir á að kannski sé dreymandinn að fela sitt raunverulega sjálf. Mögulega sé ótti til staðar um að valda vonbrigðum. Í öllu falli bendir nekt í draumum til þess að dreymandinn þrái heiðarleika og gegnsæi en óttist að gert verði grín að honum/henni.

Það skiptir þó máli hvernig nektin kemur fram. Ef engin blygðun fylgir nektinni getur það bent til þess að dreymandinn sé hvattur/hvött til þess að vera stolt/ur af sjálfu sér. Ef enginn tekur eftir að þú sért berrassaður þarf ólíklega að hafa áhyggjur.

Eldur:

Eldur og logandi hlutir eins og eldfjöll og flugeldar geta bent til þess að dreymandinn upplifi ástríður í vökulífi. Eldur er hreinsandi, fræðandi og uppspretta lífs. Eldur getur því táknað persónulega breytingu og uppljómun.

Eldur getur einnig merkt að eitthvað krefjist athygli dreymandans. Eitthvað sem megi ekki hunsa og gæti haft hörmuleg áhrif á dreymandann eða líf hans. Sértu hrædd/ur við eldinn í draumnum eða slasast, þá ertu mögulega að setja þig í hættu eða að leika þér að eldinum.

Brennirðu lifandi í draumnum gæti það merkt að þú sért of metnaðarfull/ur eða of gjarn á að heilla aðra. Einnig gæti eldurinn verið merki um að þú þurfir að hægja á þér til þess að koma í veg fyrir brotlendingu í atvinnulífinu eða öðru. Ef það birtist slökkvitæki eða slökkviliðsaðili í draumnum gæti það merkt að dreymandinn sé að læra að stýra tilfinningum sínum.

Blautir draumar:

Að dreyma um sængurleikfimi hefur fátt með líkamlegu athöfnina að gera. Frekar tengist þessi draumur nánd og bendir til þess að viðkomandi þurfi að eiga dýpri samskipti. Blautir draumar geta einnig bent til að viðkomandi þurfi á sálarlegum vexti að halda sem og sjálfsuppgötvun.

Það hver kynlífsfélaginn er í draumnum getur haft mikla merkingu þar sem þessir einstaklingar búa yfir einhverju sem dreymandinn sjálfur þarf að opna hjá sjálfum sér eða innlima. Dreymandann langar ekkert endilega að sofa hjá þessum einstaklingum, heldur er eitthvað í þeirra fari sem hann/hún getur lært af. Einnig geta blautir draumar bent til þess að viðkomandi þyrsti í ævintýri og spennu.

Aurar:

Hvort sem um er að ræða mynt í lausu eða greiðslukort þá geta peningar verið tákn um tilfinningalegt traust. Einnig getur það verið merki um áhrif þín á aðra. Theresa segir að sú athöfn að gefa peninga eða eyða þeim í draumi bendi til að dreymandi vilji vera gjafmildari og betri félagslega séð.

Að öðlast peninga í draumi bendir til skort á tilfinningalegum stuðningi. Að finna peninga bendir til að viðkomandi eigi eftir að læra eitthvað mikilsvert um sjálfan sig. Að tapa peningum er tákn fyrir tap á tækifærum.

Dauði:

Fólk mistúlkar drauma um dauða oft sem tákn um að einhver nákominn muni deyja. Dauði í draumi er hins vegar vanalega tákn um jákvæða breytingu, þegar viðkomandi nær að komast undan fortíðinni og ganga fram á veg. Dauði einhvers nákomins í draumi getur bent til þess að samband dreymandans við viðkomandi sé að þróast.

Dauði merkir oftast innri vöxt frekar en eitthvað skuggalegt. En sá eða sú sem deyr í draumnum getur þó gefið vísbendingar um það hvað dreymandinn þarf að vinna í hjá sálfum sér.

Framhjáhald:

Góðar fréttir! Þrátt fyrir að þig dreymi um framhjáhald þýðir það ekki að þú munir halda framhjá makanum í vöku. En það gæti bent til þess að það sé eitthvað í gangi í sambandinu. Framhjáhald í draumi gæti táknað að þörfum þínum í sambandinu sé ekki fullnægt. Hugsanlega óttast dryymandinn að makinn muni yfirgefa sig eða svíkja.

Eins og gildir um blauta drauma, þá er manneskjan sem dreymandinn heldur framhjá með í draumnum ekki endilega einhver sem hann eða hún vill sofa hjá. Heldur einhver sem hann eða hún vill líkjast.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
433
Fyrir 10 klukkutímum

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.