fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 22:30

Kylie Jenner lítur í spegil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Kardashian-Jenner-systranna hafa lengi velt fyrir sér hvort og hversu margar fegrunaraðgerðir þær hafi farið í. Þær systur sem hafa ábyggilega oftast verið í umræðunni hvað þetta varðar eru Kim Kardashian og Kylie Jenner. Sú síðarnefnda er yngst systranna, en hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri vegna raunveruleikaþáttanna Keeping Up with the Kardashians.

Þegar að Kylie varð fullorðin fóru margir að velta fyrir sér hvort að hún hefði farið í fegrunaraðgerðir og báru saman gamlar myndir við nýjar.

TikTok-stjarnan Julia Gisella birti myndband á samfélagsmiðlinum umdeilda í dag þar sem hún sýndi hvernig væri með smávægilegum breytingum hægt að taka í burtu meintar lýtaaðgerðir Kylie.

Julia, sem hefur eflaust notast við myndvinnsluforrit eins og Photoshop, minnkaði varir Kylie auk þess sem hún breytti nefi, augum, augabrúnum og kjálka hennar. Mörgum þótti niðurstaða Juliu minna á Kylie eins og hún var fyrir nokkrum árum.

Cheetsheet fjallaði einnig um myndband Juliu og fegrunaraðgerðir Kylie Jenner. Miðillinn fullyrti að Kylie hefði einhvern tíma farið í aðgerð eða tvær. Raunveruleikastjarnan á þó að hafa sagst vera of hrædd við að fara í slíkar aðgerðir, fyrir utan eina, aðgerð á vörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Maður sem greip í leikkonu ákærður fyrir óspektir á almannafæri

Maður sem greip í leikkonu ákærður fyrir óspektir á almannafæri
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.