fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Áratuga langri fýlu Mickey Rourke ætlar aldrei að linna

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 11:00

Fjandvinir: 33 ára gömul leiðindi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hey Robert De Niro, já ég er að tala við þig stóra grenjuskjóðan þín!“ Svona hefst nýleg Instagramfærsla Mickey Rourke þar sem hann lætur Robert De Niro heyra það. Nei, Mickey var ekki að klára tólf ára bekk, hann er 67 ára og hefur eldað grátt silfur við kollega sinn í 33 ár. Þetta hófst allt árið 1987 þegar þeir kappar léku saman í kvikmyndinni Angel Heart. Á þeim tíma leit Mickey upp til Roberts sem hann segir hafa hunsað sig við tökur með því að biðja hann að yrða ekki á sig undir því yfirskini að þannig héldust þeir í karakter. „Það særði mig smá því ég leit upp til hans,“ var haft eftir Mickey á sínum tíma. „Ég lít ekki lengur upp til hans. Ég lít í gegnum hann.“

Þetta byrjaði allt árið 1987.

Instagramfærslan snýst um aðra mynd, The Irishman, en Mickey vill meina að Robert sé ástæða þess að hann fékk ekki hlutverk í henni. Hann segir að leikstjórinn Martin Scorsese hafi viljað fá hann í myndina en umboðsmanni hans hafi svo verið tjáð að Robert neitaði að leika með honum í myndinni og hann því misst af hlutverkinu. Þetta kannast Robert ekki við og í yfirlýsingu frá fulltrúa hans kemur fram að Mickey hafi aldrei komið til greina í hlutverkið. Yfirlýsingin sem rataði í dagblöðin á sínum tíma rataði nýverið fyrir augu Mickey sem brást ókvæða við yfir að vera sakaður um lygi og hnoðaði í færslu:

„Hey Robert De Niro, já ég er að tala við þig stóra grenjuskjóðan þín. Vinur minn sagði mér að þú hefðir látið hafa eftir þér í dagblaði að ég væri rugludallur og lygari. Hlustaðu nú herra harðjaxl í kvikmyndum, þú ert fyrsta manneskjan sem hefur kallað mig lygara og það í dagblaði. Ég skal segja þér það að þegar ég hitti þig ræfillinn þinn sver ég til guðs, ömmu, bræðra minna og hundanna minna að ég mun gera þig 100% að fífli.“

Engin viðbrögð hafa borist frá herbúðum Robert De Niro við þessu nýjasta útspili.

Hefur munað fífil sinn fegurri: Mickey Rourke í gönguferð með einn af hundunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.