fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Padma Lakshmi borðar 7000 kaloríur á dag í Top Chef – Draumur matgæðingsins

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 22:00

Nammi namm: Padma sporðrennir 7-8000 kaloríum á dag í Top Chef.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnandinn, rithöfundurinn og fyrirsætan Padma stjórnar matreiðsluþáttunum Top Chef eins og herforingi þar sem hún fær að bragða á urmul gómsætra rétta. Meðan á tökum stendur þýðir ekkert að halda sig við gullna meðalveginn sem hljóðar upp á 2000 kaloríur á dag heldur segist hún innbyrða nær 7000-8000 því hún þarf að smakka á um 30 réttum í hverjum þætti. „Þessi kokkar eru að elda til sigurs svo þeir setja eins mikla fitu, smjör og salt í matinn og þeir geta,“ segir hin 49 ára gamla Padma sem reynir þó að borða ekki of mikið af hverum rétti svo hún geti notið þeirra allra.

Þríeykið: Padma, Tom Colicchio og Gail Simmons í Top Chef.

Það hljómar vel að fá að úða í sig svona miklum mat en eins og flestir þarf Padma að gæta vel að mataræðinu til að halda sér í því formi sem hún vill vera í. Að tökum loknum umbyltir hún mataræðinu og byrjar á því að fá sér hálfgerðan ógeðsdrykk sem saman stendur af grænu tei, hunangi, ósætum trönuberjasafa, pakka af C-vítamíni og helling af trefjadufti. „Maður verður að þamba hann því hann er sko ekki ljúffengur, þetta er meðal fyrir líkamann sem hefur verið í ofáti. Þegar maður borðar svona mikið ætlast líkaminn til að fá áfram svona mikinn mat,“ segir Padma sem eldar einfaldan mat í eldhúsinu heima.

Ægifögur: Padma er stórglæsileg.

Hún segist oftast fá sér basmati hrísgrjón með indverska grænmetis- og baunaréttinum dal eða gulum linsubaunum. Auk þess að borða hollt hreyfir hún sig líka mikið. Hún var greind með hryggskekkju þrettán ára gömul og kírópraktorinn hennar mælti með því að hún færi í Pilates fyrir bakið. Padma segir æfingarnar hafa breytt líkamanum og styrkt hana á ótrúlegustu stöðum. „Ég er núna með rass sem ég var alls ekki með þegar ég var fyrirsæta!“

Með einkadótturinni: Krishna og Padma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer Harry Kane til Barcelona næsta sumar?

Fer Harry Kane til Barcelona næsta sumar?
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.