fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025

Ráðþrota hvort hann eigi að segja brúðinni frá því sem gerðist í steggjapartýinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki beint eðlilegt að þurfa að skrifa undir samning um þagnarskyldu fyrir steggjapartý. En það þurfti einn maður að gera fyrir steggjapartý vinar síns. Hann greinir frá þessu í færslu á Reddit.

Maðurinn þurfti að skrifa undir samning sem sagði til um að hann mætti ekki tala um atburði kvöldsins við neinn sem var ekki viðstaddur.

Nú er hann ráðþrota og veit ekki hvort hann ætti að segja brúðinni frá því sem gerðist þetta umrædda kvöld, áður en þau ganga í það heilaga.

Hann segir frá því hvernig þeir vinirnir voru  búnir að drekka allan daginn og fóru aftur á hótelsvítuna. Þar mættu nokkrir stripparar og ekki leið á löngu þar til nokkrir af hópnum voru byrjaðir að stunda kynlíf með þeim.

„Ég er í hamingjusömu sambandi þannig að ég og vinur minn ákváðum að fara aftur niður og spila rúlettu. Þegar við komum aftur upp í herbergið þá sáum við brúðgumann halda fram hjá framtíðareiginkonu sinni.

Ég sagði kærustu minni frá þessu því mér leið svo illa fyrir hönd brúðarinnar. Hún er feimin og yndisleg stelpa sem elskar unnusta sinn mikið.

Hún er líka vinkona kærustu minnar, sem vill að ég segi henni frá þessu. Þau eiga að gifta sig um helgina og ég veit ekki einu sinni hvort þau geta hætt við án þess að þurfa að borga mikil afpöntunargjöld. Ég er frekar hræddur við viðbrögðin þar sem ég skrifaði undir samninginn og kærasta mín skilur það, en hún sagði okkur ekki geta leyft greyið stúlkunni að giftast honum án þess að vita sannleikann.“

Fjöldi fólks skrifaði við færsluna og voru flestir sammála um að konan ætti skilið að vita að unnusti hennar var henni ótrúr.

„Ónýtt brúðkaup er skárra heldur en ónýtt líf eftir einhver ár. Hún ætti að fá að vita allan sannleikann áður en hún giftist honum,“ skrifaði einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
Pressan
Í gær

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.