fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Þórunn og Harry selja slotið – Svona eiga þau saman

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 2. nóvember 2019 18:30

Þórunn og Harry ásamt dóttur sinni, Eriku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Þórunn Sigurborg Ívarsdóttir og eiginmaður hennar, Harry Sampsted, settu nýverið íbúð sína á Holtsvegi í Garðabæ á sölu. Það eru því mikil tímamót í lífi þeirra og álagstími í vændum. Því fannst DV tilvalið að lesa í stjörnumerkin og sjá hvernig þau Þórunn og Harry eiga saman.

Þórunn er meyja en Harry er bogmaður. Þegar þessi tvö merki koma saman í ástarsambandi verður sambandið afskaplega heilsteypt og sterkt. Bogmaðurinn elskar að kanna nýjar slóðir og vera meðal fólks og meyjan hefur unun af því að greina allar uppgötvanir bogmannsins í öreindir. Bæði merkin hafa gaman af því að tala saman um allt milli himins og jarðar og þó að meyjan fari oft fram á að bogmaðurinn sé jafn mikill fullkomnunarsinni og hún sjálf þá læra þau að meta kosti og galla hvort annars með tímanum.

Oft getur verið erfitt fyrir bogmanninn að sætta sig við raunsæi meyjunnar og meyjan á stundum í mestu vandræðum með að halda í við orkuna sem flæðir innra með bogmanninum. Þau vega hins vegar hvort annað upp. Meyjan býður bogmanninum upp á öryggi og traustan grunn til að láta drauma sína rætast á meðan bogmaðurinn kryddar sambandið með nýjum ævintýrum.

Það má í raun segja að meyjan elski að fara ofan í hvert einasta smáatriði á meðan bogmaðurinn sér frekar heildarmyndina. Þannig eiga þau vel saman, þessar andstæður, og ná að velta upp öllum hliðunum á teningnum. Ástin er sterk og hrein og litlir árekstrar ná ekki að skemma þá djúpu tengingu sem bogmaðurinn og meyjan mynda.

Þórunn Ívars
Fædd: 4. september 1989
Meyja
-trygg
-góðhjörtuð
-vinnusöm
-hagsýn
-feimin
-of gagnrýnin

Harry
Fæddur: 10. desember 1980
Bogmaður
-örlátur
-góð kímnigáfa
-heiðvirður
-ævintýragjarn
-óþolinmóður
-lofar upp í ermina á sér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.