fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

Lesið í tarot Bryndísar Lífar: Upphaf á einhverju stórkostlegu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 13. október 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Bryndís Líf hefur notið gríðarlegra vinsælda á samfélagsmiðlum undanfarið og hafa ögrandi myndir hennar vakið athygli. Bryndís birtir oftar en ekki myndir af sér fáklæddri og er ötull talsmaður „free the nipple“ hreyfingarinnar. DV fannst því tilvalið að leggja tarotspil fyrir Bryndísi og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Lesendum er bent á að þeir geta sjálfir dregið sér tarotspil inn á dv.is.

Innri neisti

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Bryndísi er Töframaðurinn. Það túlkar persónu Bryndísar en hún sækir sinn andlega og líkamlega mátt bæði til æðri máttarvalda og úr umhverfi sínu. Þetta gerir hún alveg ómeðvitað og er orkuflæði Bryndísar mikið um þessar mundir. Innra með henni er mikill neisti og hún lætur gagnrýni ekki á sig fá. Hún veit hvað hún vill og stefnir ótrauð að markmiðum sínum. Hún er sjálfsörugg, skipulögð og örugg kona en jafnframt mjög hæf í mannlegum samskiptum. Það mun koma henni langt. Máttur Bryndísar á sér engin takmörk og hún ætti að einbeita sér að því að koma hugmyndum sínum í verk.

Andleg fátækt

Næst er það 5 mynt. Það er eitt sem hefur hindrað Bryndísi í að láta alla drauma sína rætast og það eru áhyggjur tengdar fjárhagnum. Hugsanlega gæti atvinnuleysi verið að hrjá hana en þessi fátækt gæti hins vegar einnig verið tengd andlegum málum. Bryndís þarfnast mikillar ástar og umhyggju um þessar mundir en hún þarf að vara sig á því að leita að því í örmum annarra. Fyrst og fremst þarf hún að einbeita sér að sjálfinu. Með því að gera það finnur hún ný tækifæri í framtíðinni og öðlast skilning á tilgangi lífsins. Þessar áhyggjur sem hún hefur haft undanfarið verða fljótt á bak og burt. Hjálpin er nær en henni grunar og vandamálin leysast skjótt með jákvæðu viðhorfi og óbilandi bjartsýni.

Fjárhagslegt öryggi

Loks er það Stafaás en það spil táknar að Bryndís finnur fljótlega sína fjöl. Innblástur, sköpunargáfa, spenna, metnaður og vilji til að framkvæma hugmyndir sem Bryndís hefur eflt innra með sér lengi vel birtist samhliða spili þessu. Hér er aðeins eitt sem kemur til greina og það er upphaf á einhverju stórkostlegu sem Bryndís leggur metnað sinn í og ekki síst sköpunarkraft sem fyllir hana lífi og vilja til að skara fram úr. Þessi nýi kafli í lífi Bryndísar færir henni fjárhagslega öryggið sem hún hefur þráð en ekki síður andlegt öryggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stubbur framlengir við KA

Stubbur framlengir við KA
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.