fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025

Svona getur þú vanið þig á að vakna snemma á morgnana

Lady.is
Þriðjudaginn 8. október 2019 17:00

Ása mælir með því að gera æfingarföt og morgunmat tilbúinn kvöldið áður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Hulda er 26 ára viðskiptafræðingur, módel fitnesskeppandi, CrossFittari og eiginkona. Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Hún heldur úti vinsælli Instagram-síðu og bloggar á Lady.is. Í nýjustu bloggfærslu sinni gefur hún lesendum skotheld ráð til að vakna snemma á morgnanna fyrir æfingar. 

Við gefum Ásu Huldu orðið:

Ég hef oft fengið spurningar um hvernig í ósköpunum ég fari að því að vakna klukkan 5:20 á morgnanna og fara á æfingar. Persónulega finnst mér best að nýta tímann sem best á daginn svo ég nái að sinna öllu sem ég þarf að sinna.

Þar sem ég er í fullu starfi, fullu námi og vil ekki setja æfingar á hakann þá eru morgnarnir eini tíminn sem ég hef til að æfa. Ef ég á að velja á milli þess að sofa lengur og æfa ekkert á daginn eða vakna aðeins fyrr á morgnanna og ná að æfa þá verður seinni kosturinn klárlega alltaf fyrir valinu!

Það eru til ýmis góð ráð sem hjálpa þér að standa við það að mæta á morgunæfingar

  1. Farðu snemma að sofa: reyndu að fara að sofa á sama tíma á kvöldin því þá er þetta miklu auðveldara. Ég miða við að fara ekki að sofa seinna en kl 22 á kvöldin ef ég er að fara að vakna 5:30 fyrir morgunæfingu (sem er alla virka daga).
  2. Ekki ýta á snooze: sama hversu þreyttur þú ert, aldrei ýta á snooze! Drífðu þig fram úr um leið og klukkan hringir. Ein helstu mistökin er að ýta á snooze því það er alltaf erfiðara að vakna eftir það.
  3. Kaldur þvottapoki: mér finnst mjög gott að þvo mér í framan með köldum þvottapoka til að hressa mig aðeins upp áður en ég fer á æfingu
  4. Vertu búinn að taka til íþróttafötin: það sparar mikinn tíma að vera búinn að taka til öll íþróttaföt sem þú ætlar að nota um morguninn, þá þarft þú ekki að vera að leita að íþróttabolnum eða buxunum um morguninn þegar þú vaknar
  5. Vertu með morgunmatinn tilbúinn: ég borða alltaf eftir morgunæfinguna og er alltaf búin að útbúa overnight graut sem ég geymi í ísskápnum yfir nóttina. Þá er rosalega fljótlegt fyrir mig að grípa í morgunmatinn þegar ég er búin á æfingu. Ef þú vilt borða fyrir æfingu þá er einnig gott að vera búinn að taka til það sem þú ætlar að borða.
  6. Blandaðu pre workout drykkinn kvöldinu áður: ef þú hefur virkilega lítinn tíma á morgnanna og vilt nýta allar auka mínútur í að sofa þá er hægt að vera búinn að blanda pre workout drykkinn og geyma hann inni í ísskáp yfir nóttina
  7. Vertu með föt dagsins tilbúin: það getur verið gott að vera búinn að taka til þau föt sem þú ætlar að vera í í vinnunni eða skólanum deginum áður
  8. Vertu með nestið tilbúið: ef þú ætlar að taka nesti með í vinnuna/skólann þá er gott að vera búinn að græja það deginum áður

Hér getur þú fylgst með Ásu Huldu á Instagram og skrifum hennar á Lady.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harðar deilur milli frændsystkina um arf – Rifust um hvern frænkan vildi arfleiða og hvort hún hafi verið of rugluð

Harðar deilur milli frændsystkina um arf – Rifust um hvern frænkan vildi arfleiða og hvort hún hafi verið of rugluð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.