fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Júlíana og Andri fljúga á vængjum ástarinnar – Svona eiga þau saman

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 28. september 2019 10:30

Andri og Júlíana. Mynd: Skjáskot Instagram @jsgunnarsdottir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru fluttar fregnir af því að leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir og þyrlu- og hljóðmaðurinn Andri Jóhannesson hefðu fellt hugi saman. DV fannst því tilvalið að rýna í stjörnumerki parsins og athuga hvernig það á saman.

Júlíana er krabbi en Andri er hrútur. Þegar að þessi tvö merki dragast að hvort öðru þá sannast hið forkveðna – að andstæður laðast að hvor annarri. Hrúturinn er frakkur og hvatvís en krabbinn er mjög viðkvæmur og tilfinningaríkur. Þegar hrúturinn sýnir tilfinningar á hann til að gera það á mjög ruddalegan hátt sem kemur krabbanum úr jafnvægi. Hrúturinn laðast hins vegar að viðkvæmni krabbans og finnst það gott mótvægi við eigin hispurslausu hreinskilni.

Það geta skapast vandamál í sambandi krabba og hrúts ef ofstopi hrútsins særir krabbann. Því verða bæði þessi merki að hlusta á þarfir hvort annars og skilja hve ólík þau eru í raun og veru. Aðeins þá ná þau klingjandi samhljómi.

Þótt merkin séu ólík eiga þau eitt sameiginlegt – þau vernda þá sem þau elska, hvað sem það kostar. Krabbinn notar sína þykku skel til að vernda ástvini sína og hrúturinn notar styrk sinn og hugrekki. Krabbinn getur stundum virkað of yfirgangssamur að mati hrútsins en hrúturinn þarf að gæta þess að fullvissa krabbann reglulega um að hann sé elskaður og það sé hlustað á tilfinningar hans.

Júlíana Sara
Fædd: 21. júlí 1990
krabbi

-hugmyndarík
-trygg
-fastheldin
-heillandi
-svartsýn
-óörugg

Andri 
Fæddur: 22. mars 1981
hrútur

-hugrakkur
-ákveðinn
-öruggur
-hreinskilinn
-óþolinmóður
-hvatvís

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk skrúfu í pylsuna

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

„Myndasögur kenndu mér að lesa“

„Myndasögur kenndu mér að lesa“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
EyjanFastir pennar
Í gær

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Fréttir
Í gær

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
433Sport
Í gær

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.