fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025

Konur fá líka standpínu: Snípurinn er miklu stærri en þú hélst!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hugum flestra er snípurinn lítill, lostafullur hnappur sem kúrir einhvers staðar ofarlega í píkunni inni á milli barmanna. Það sem færri vita er að í raun er hnappurinn bara toppurinn á ísjakanum – brot af mun stærri og flóknari vef sem leynist undir yfirborðinu.

Tippi og snípur með sama uppruna
Fósturfræðilegur uppruni vefjanna sem mynda snípinn er sá sami og vefjanna sem mynda lim karlmanna. Myndun hormóna á fósturskeiði ræður því hvort vefirnir mynda að lokum lim eða sníp og píku. Í báðum tilfellum er því um að ræða stinningarvefi, sem fyllast blóði og stækka við kynferðislega örvun. Gott blóðflæði í grindarholi og heilbrigði æða er því ekki síður mikilvægt fyrir kynnautn kvenna.

Kynnautnir og viðhald mannkyns
Hin raunverulega uppbygging snípsins hefur ekki verið vinsælt rannsóknarefni líffærafræðinga og annars vísindafólks fyrr en á allra síðustu árum – en þó eru til eldgamlar líffærafræðiteikningar sem sýna afstöðu vefjanna. Líklega er skýringin á þessu sú að stinning kvenna, og reyndar fullnæging kvenna, hefur nákvæmlega ekkert með æxlun og viðhald mannkyns að gera. Undir venjulegum kringumstæðum er sáðlát karlmanns í kjölfar stinningar og fullnægingar nauðsynlegt, til þess að sæði komist út úr líkama karlmannsins og sem leið liggur upp í gegnum leggöng, inn um legháls, upp í eggjaleiðara þar sem eggið biður átekta og fangar eina sáðfrumu ef vel liggur á því. Þannig er kynnautn karlmannsins beintengd viðhaldi mannkyns, en kynnautn konunnar alls ekki.

Þekking bætir
Sem betur fer hefur áhugi þó aukist bæði á líffærafræði kvenlegra kynfæra og á kynsvörun og kynnautn kvenna. Kynlífspressan vonar svo sannarlega að þeir sem sjá um kynfræðslu í íslenskum skólum séu meðvitaðir um þessa nýju þekkingu og að henni sé markvisst komið á framfæri. Þekking er ein forsenda þess að lifa afslöppuðu og nautnaríku kynlífi – vanþekking elur á skömm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

ÍBV staðfestir kaup á Eiði Atla

ÍBV staðfestir kaup á Eiði Atla

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.