Channing Tatum deildi mynd á Instagram sem gjörsamlega kveikti í samfélagsmiðlinum.
„Ég tapaði leik af Jenga fyrir Jessicu Cornish. Taparinn (ég) þurfti að deila mynd sem hin manneskjan (Jessica Cornish) valdi. Ég ætla aldrei að spila Jenga með henni aftur.“
Jessica er söngkonan og poppstjarnan Jessie J og kærasta leikarans.
Tæplega þrjár milljón manns hafa líkað við myndina og fjöldi stjarna skrifuðu við myndina:
„Hver þremillinn.. sjá þessa LÆRVÖÐVA!!“ sagði Dax Shepard.
„Ég held þú hafir brotið internetið,“ sagði Olivia Culpo.
„Snilld,“ sagði Oliver Rousteing.