fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Svona skipuleggur þú heimilið

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir glíma við pláss- og skipulagsleysi innan veggja heimilisins og hjá mörgum getur þetta plássleysi orðið að vandamáli þar sem ekkert virðist eiga sinn stað. Með því að skipuleggja heimilið aðeins er hægt að losna við óþægindin og draslið sem fylgir því að allt sé út um allt. Hér eru nokkrar leiðir til þess að auðvelda skipulag heimilisins

Lyklar

Lendir þú oft í því að týna lyklunum? Þú getur losað þig við þann vanda með því að útbúa stað nálægt útidyrahurðinni þar sem þú leggur lyklana frá þér. Þú getur valið þér allskonar lyklahús eða jafnvel notað litla skál undir þá.

Pósturinn

Notaðu ákveðna skúffu undir allan póst og bara þessa skúffu. Ef þú átt ekki lausa skúffu getur þú hengt upp tímaritarekka á vegginn. Farðu reglulega í gegnum póstinn og hentu pappírnum í endurvinnsluna að því loknu.

Endurvinnanlegt

Útbúðu sér fötu undir pappír og aðra undir flöskur, það sparar þér ruslatunnuplássið og er umhverfisvænt. Ef fatan er stór þarftu ekki að fara eins oft með hana.

Rúmið

Undir rúminu er oft mikið gólfpláss sem nýtist ekki í neitt annað en að safna ryki og einum og einum sokk. Það er hægt að nýta þetta pláss undir allskonar hluti. Það er t.d. hægt að fá lága kassa á hjólum sem hægt er að renna undir rúmið og geyma allskonar hluti í, t.d. auka kodda, teppi og sængur.

Skartgripir

Skartgripir eiga heima í skartgripaboxum en bollastandur getur einnig verið kjörin leið til að geyma armbönd og hálsfestar á. Einnig er hægt að hengja upp fallega og litla snaga yfir snyrtiborðið og geyma stórar hálsfestar á þeim.

Barnaleikföng

Leikfangakassar, kistur og allskonar box eru góð leið til þess að geyma leikföng. Þú getur sett alla bílana í eitt box, dýrin í annað og kubbana í það þriðja. Þú getur einnig fjarlægt öll lokin af boxunum og leikfangakössunum. Þannig sér barnið hvert hlutirnir eiga að fara og getur hent þeim á sinn stað. Ef þú villt hafa lokin er einnig sniðugt að prenta út myndir af leikföngunum og líma á kassana og boxin svo barnið sjái hvar allt á að vera.

Morgunkorn og pasta

Geymdu morgunkorn, pasta, baunir, hrísgrjón og aðrar þurrar matvörur í sér boxum með loki á.

Ísskápurinn

Útbúðu box undir áleggið í ísskápnum og geymdu ostinn, smjörið, skinkuna o.s.frv. í boxinu. Notaði glær box undir afganganna, þannig getur þú séð hvað er í hverju boxi.

Skáparnir

Plássið fyrir ofan skápana vill oft gleymast og þegar kemur að jóla- og vorhreingerningunni getur verið ömurlega leiðinlegt að ná rykinu af. Settu dagblöð ofan á skápana og hentu þeim þegar kemur að því að þurrka ofan af skápunum og settu ný. Þetta auðveldar þrifin til muna.

Þvotturinn

Settu upp kerfi og vertu með þrjár til fjórar þvottakörfur eða þvottapoka. Flokkaðu óhreina tauið eftir litum, dökkur þvottur fer í eina körfu, ljós í aðra, litaður í þá þriðju og loks fer suðuþvotturinn í þá fjórðu. Körfurnar þurfa ekki að vera stórar og ef það er lítið pláss í þvottahúsinu er nóg að hengja upp snaga og geyma þvottapokana á snögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.