fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025

Margrét Magnúsdóttir hár- og förðunarfræðingur: Hvenær renna snyrtivörur út og af hverju þarf að henda þeim?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Magnúsdóttir hár- og förðunarfræðingur fer yfir það í grein sem birtist á Beautybox.is hvenær snyrtivörur renna út og af hverju við eigum yfirhöfuð að henda þeim.

Margrét starfaði í London í sex ár, áður en hún flutti heim til Íslands. Hún hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins og til dæmis Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er eftirsótt í brúðkaupsfarðanir, en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét bloggar einnig á Beautybox.is og hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Manstu hvenær byrjaðir þú að nota maskarann þinn? Eða hvenær þú keyptir þér nýtt púður? Við eigum það til að geyma snyrtivörur alltof lengi – og það getur verið hættulegt. Við gætum fundið eitthvað inn í skáp og munum ekkert hvenær við opnuðum það.

Málið er að allar snyrtivörur renna út – og oft fyrr en maður heldur. Þegar snyrtivörur verða útrunnar getur formúla vörunar breyst eða bakteríur byrja að byggjast upp í vörunni.

Um daginn birtist frétt um konu sem notaði margra ára gamlan maskara sem hún fann inn í skáp, fékk svo út frá honum sýkingu í augað og mun líklegast verða blind eftir nokkur ár. Vörur sem eru útrunnar geta nefnilega framkallað sýkingar og því ætti algjörlega að forðast að nota vörur sem eru gamlar. Útrunnar vörur geta framkallað allskyns vandamál og bólgur í húðinni, sem getur leitt að roða, bólum, útbrotum og jafnvel blöðrum og sýkingum.

Allar snyrtivörur eru skyldugar til þess að vera með PAO merki en það er lítil mynd á snyrtivörunni af opinni krukku sem á stendur hversu lengi vöruna má nota eftir opnun. Til dæmis getur staðið 3M eða 24M og stendur það þá fyrir að nota má vöruna í 3 mánuði og 24 mánuði eftir opnun.

Hvenær renna vörurnar út

Eftir 6 mánuði

Svampar (þvegnir eftir hverja notkun)
Maskarar
Sólarvarnir
Michellar vötn
Andlitsvötn

Eftir 1 ár

Andlitshreinsar
Augnblýantar
Varalitir
Varablýantar
Augabrúnablýantar
Gloss
Gel eyeliner

Eftir 2 ár

Kinnalitir
Augnskuggar
Fljótandi farðar
Rakakrem
Púður
Hyljarar
Naglalökk

Ilmvötn duga í 8 – 10 ár

Þessi tímalengd er aðeins viðmið og alltaf skal kíkja á merkinguna á vörunni. Fylgjast skal með því ef varan hefur breytt um lit, áferð eða lykt og þá þarf að henda henni. Einnig þarf að passa að þvo alla förðunarbursta á nokkurra vikna fresti (eftir hvað þeir eru mikið notaðir) því að þeir fara ofan í förðunarvörurnar.

Nokkur góð ráð

  • Skrúfaðu öll lok alltaf mjög vel á og passaðu að varan sé alveg lokuð.
  • Geyma skal allar snyrtivörur á þurrum stað og ekki í beinu sólarljósi.
  • Passaðu að varan sé ekki í of miklum hita eða kulda, og sérstaklega ekki í miklum raka.
  • Ekki setja puttana ofan í dollurnar, notaðu frekar spatúlu eða eyrnapinna. Olía af fingrum okkar og bakteríur geta borist í vöruna og getur eyðilagt hana.
  • Ef varan er útrunnin en er í fallegum umbúðum og þú vilt eiga hana áfram – þá er það í góðu lagi, bara ekki nota hana. Það má jafnvel stilla vörunni upp á fallegum bakka inn á baði.
  • Ekki deila förðunarvörum með öðrum nema að þær komi úr pumpu eða með því að nota spatúlu.
  • Þegar þú kaupir þér nýja vöru, passaðu þá að opna hana ekki fyrr en þú ætlar að nota hana, þá endist hún lengur.

Fylgjast má með Margréti á heimasíðu hennar, Instagram og Snapchat: margretmagnus.

Beautybox.is er einnig á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“

Brá við að finna tannstöngul í hurðinni – „Djöfull er þetta vel úthugsað hjá þessum skröttum“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn

Obama-hjónin stíga fram í tilfinningaþrungnum hlaðvarpsþætti og ræða skilnaðarorðróminn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Napoli hættir við að kaupa Darwin

Napoli hættir við að kaupa Darwin
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“

Ótrúlegt myndband af mýgeri í íslenskri sveit – „Bara gleðiefni að fá þetta“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vill fara frá Liverpool eftir tilboð frá Bayern í vikunni

Vill fara frá Liverpool eftir tilboð frá Bayern í vikunni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.