Nú eru líkamsræktarstöðvar landsins að byrja kynna dagskrá sína fyrir haustið og getur fólk valið á milli margskonar tíma, frá Buttlift tímum til Zumba tíma, til að koma sér í form. Bresk líkamsræktarstöð hefur hins vegar ákveðið að bjóða upp á nýja tegund af líkamsræktartímum, eða svokallaða svefntíma. Samkvæmt könnunum í Bretlandi sofa rúmlega 25% af öllum foreldrum minna en 5 tíma á hverri nóttu ásamt því að rúmlega 20% foreldra segjast sofna reglulega í vinnunni.
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvanna David Lloyd Clubs halda því fram að með því að skrá sig í svefntímana þeirra mun fólk ekki eingöngu hvílast heldur einnig brenna nokkrar kalóríur á sama tíma. Næsta námskeið hefst 10 nóvember í Cardiff og er þátttaka góð að sögn fyrirtækisins.
Hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá líkamsræktarstöðinni um svefntímann.