fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Fjölskylduvinur Anítu áreitti hana kynferðislega í fjölda ár: „Hann talaði ógeðslega við mig og manninn minn , sagðist vilja ríða okkur báðum“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 21. júní 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Aníta Guggudóttir var barn lagði fjölskylduvinur til margra ára það í vana sinn að strjúka á henni bakið og lærin. Mörgum árum seinna þegar Aníta var orðin eldri áreitti sami maður hana kynferðislega á netinu. Það var þá sem Aníta ákvað að leggja fram kæru á hendur honum sem hún sigraði loksins núna, fjórum árum seinna.

„Það var alveg sama hvað ég sagði, það hlógu allir af þess af því að auðvitað vildi enginn sjá að þetta væri áreiti, enda hafði hann verið fjölskylduvinur í mörg ár,“ segir Aníta á bloggsíðu sinni.

Vildi stunda kynlíf með henni og manninum hennar

„Það var alveg sama hvað ég sagði. Ég vildi til dæmis ekki fara með í heimsókn til hans en ég átti bara að fara með. Því lengra sem leið fór mér að líða verr og vildi helst ekki vera nálægt honum. Hann hló á sama tíma og hann strauk bakið á mér og lærin.“

Það var svo árið 2014 sem fjölskylduvinur Anítu flutti úr landi og missti þá greinilega allt niðrum sig.

„Hann missti sig alveg í ruglinu og fór að reyna við mig á netinu. Talaði ógeðslega við mig og manninn minn og fór að segja að honum langaði að ríða okkur. Taka manninn minn í rassinn og að hann ætti að taka sig í rassinn líka, allskonar svona ógeðslegt tal. Svo liðu dagarnir og hann lét mig ekki í friði. Áreitti mig endalaust á netinu sem fór svo út í það að hann var að senda mér typpamyndir og svo myndir af öðrum mönnum vera að taka hvorn annan.“

Dæmdur fjórum árum síðar

Á þessum tímapunkti stóð Anítu ekki lengur á sama og leitaði til lögreglunnar.

„Ég bað um að fá að kæra manninn og fór það í ferli. Ég sá fyrir mér að lítið yrði gert í þessu en árið 2016 var hringt í mig og mér sagt að þetta væri komið á borð Dómsmálaráðherra. Svo núna í byrjun sumars 2018 var hann kallaður til þingfestu. Svo liðu dagarnir og konunni hans var tilkynnt að hún mætti ekki hafa samband við mig meðan á málinu stóð. Þann 31 maí síðastliðinn fékk hann svo loksins á sig dóm og tveggja ára skilorð. Nú vonandi lærir hann að áreita fólk ekki frekar.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá gætir þú þurft að passa þig í sumar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
FréttirPressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.