fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025

Farið varlega í sólinni

doktor.is
Sunnudaginn 16. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er farið að vora og sólin að hækka á lofti. Eftir sem áður eru margir upp um fjöll og firnindi á skíðum og útisporti. Þá þarf að hafa í huga að geislar sólar eru talsvert sterkari í snjónum og geta verið skaðlegir

Snjóblinda.

Ef augun er ekki nógu vel varin í sterku sólskini, fer mann að verkja í þau og efsta lag hornhimnunnar skemmist. Það myndast örsmáar blöðrur sem springa og skilja eftir smásár. Þessi sár eru mjög sársaukafull en þau gróa á nokkrum dögum. Þegar snjór er yfir, verða augun fyrir óvenjumikilli útfjólublárri geislun vegna þess að sólargeislarnir endurspeglast af snæbreiðunni. Þess vegna er talað um snjóblindu þegar hornhimnan skaddast. Hægt er að komast hjá snjóblindu með góðum sólgleraugum með útfjólubláum hlífum.

Sólbruni.

Sólskinið er talsvert sterkara uppi á fjöllum og á snjóasvæðum en á láglendi. Það eykur áhættuna á skaðsemi sólarinnar en ef vissum varúðarreglum er fylgt, er lítill vandi að forðast alla áhættu og njóta sólskinsins með góðri samvisku. Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólubláu geislanna. Útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB og það síðarnefnda eykur áhættuna á myndun húðkrabbameins. Þess vegna ætti að forðast að sólbrenna og minnka þar með áhættuna á að fá húðkrabbamein. Sólbruni orsakast af of langri veru úti í sólskini og kemur fram sem fyrrnefndur roði, sárindi og sviðatilfinning í húðinni. Ef sólbruninn er slæmur geta myndast blöðrur í húðinni sem verða að hreistri að fáeinum dögum liðnum.

Nota skal sólarvörn með að minnsta kosti sólvarnarstuðulinn 15 til að forðast skaðleg áhrif sólarinar. Hægt er að fá sólarvörn í mismunandi styrkleika og hún er sérstaklega góð vörn gegn UVB-geislum. SPF, sólvarnarstuðullinn, gefur til kynna hversu lengi er óhætt að sóla sig áður en húðin tekur að roðna. Stuðullinn gefur til kynna hversu hátt hlutfall af UVB-geislunum síast frá. Stuðullinn 15 þýðir að hægt er að vera 15 sinnum lengur úti í sólskininu en ella. Áburðurinn er borinn á hálftíma eða þremur stundarfjórðungum áður en haldið er út í sólskinið. Áburðinn á í minnsta lagi að nota á tveggja tíma fresti.

Rannsóknir sýna fram á að sólbruni á barnsaldri hefur áhrif á það hvort húðkrabbamein (illkynja sortuæxli) brjótist úr seinna á ævinni. Það er því mikilvægt að verja börnin fyrir sólinni. Það er um að gera að nota sem áhrifaríkasta sólarvörn, ekki lægri stuðul en 20

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.