fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Höfundakvöld með Merete Pryds Helle

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. maí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld mætir rithöfundurinn Merete Pryds Helle í Norræna húsið og les upp úr bók sinni Það sem að baki býr.

Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóla Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku. Aðgangur er ókeypis.

Merete Pryds Helle nam ritlist og er með BA-gráðu í bókmenntafræði. Hún hefur í mörg ár búið á Ítalíu þar sem hún hefur meðal annars starfað sem aðstoðarkennari við nokkra háskóla.

Hún gaf út sína fyrstu bók árið 1990 en sú bók sem vakti hvað mesta athygli á höfundinum var sagan Fiske i livets flod sem kom út árið 2000. Fyrir utan ljóð og smásögur hefur Merete Pryds Helle skrifað barnabækur, ritgerðir, útvarpsleikrit og starfað sem gagnrýnandi svo fátt eitt sé nefnt. Höfundastíll hennar þykir einkennast af öryggi og tilraunum með tungumálið og hefur Pryds Helle verið líkt við samtímahöfunda á borð við Helle Helle, Kirsten Hammann og Christinu Hesselholdt. Allt höfundar sem eru stór og mikilvægur hluti af dönsku bókmenntasenunni í dag.

Sú skáldsaga sem vakti hvað mesta athygli á höfundinum er fjölskyldusagan Folkets skønhed sem kom út árið 2016. Verkið byggir Pryds Helle á eigin ættarsögu þar sem aðalpersónan elst upp við fátækt og þar sem ofbeldi gegn börnum þykir sjálfsagt. Höfundur þykir draga upp raunsanna samfélagsmynd af Danmörku á 20. öldinni, fátækt 4. áratugarins og sögu margra þeirra kvenna sem ekki urðu hluti af kvennabyltingunni á 8. áratugnum. Verk sem lýsir hæfileika höfundar með hin ýmsu stílbrögð en fyrir það hlaut Merete Pryds Helle einmitt Gyllta lárviðarlaufið og er tilnefnd til bókmenntaverðlauna danska útvarpsins (DR) ásamt fleiri verðlaunum.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu. Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“