fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

WHYRUN: „Hvert einasta hljóð þarf að vera mjög rétt“

DV dregur hljóðframleiðendurnir á bak við vinsælustu rapplög Íslands úr skugganum

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 9. október 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun DV um taktsmíði og hljóðframleiðslu í íslensku hip-hopi. Lestu greinina í heild sinni í helgarblaði DV sem kom út 6. október.


WHYRUN

Maðurinn á bak við Ekki switcha með Birni

Skírnarnafn: Ýmir Rúnarsson.

Aldur: 24.

Önnur nýleg lög: Birnir – Sama tíma, Huginn – Gefðu mér einn.

Samstarfsfólk: Birnir, Huginn, SKASTR/K

Forrit: FL Studio.

Rapparinn Birnir skaust fram á sjónarsviðið í byrjun árs með lögunum Sama tíma og Ekki Switcha. Rappstíll Birnis er eitursvalur og letilegur og sljór og passar fullkomlega við djúpa, kalda, naumhyggjulega og lyfjaða taktana sem eru framleiddir af Ými Rúnarssyni, sem kallar sig WHYRUN.

„Ég byrjaði að gera tónlist fyrir svona ellefu árum. Ég fékk mér gamalt „version“ af FL Studio og byrjaði að fikta. Fyrstu árin var ég að gera frekar glataða teknótónlist, en ætli það séu ekki svona níu ár síðan ég byrjaði að gera „beats“,“ segir Ýmir sem hefur notað FL Studio við upptökurnar æ síðan. Hann segist ekki notast við hljóðfæri heldur smíðar hljóðin öll í tölvunni og stjórnar með midi-stýritækjum.

Þó að Ýmir hafi verið að gera rapptakta í tæpan áratug er það fyrst í ár sem lög framleidd af Ými vekja almennilega athygli: „Ég var mikið að gera beats heima hjá mér sem ég seldi svo í gegnum netið, bæði til útlanda og til einhverra krakka hérna heima. En svo fékk ég loksins stúdíó fyrir einu og hálfu ári. Hugmyndin var ekki að vera að taka upp heldur bara gera fleiri takta til að selja. En þá frétti Birnir af því að ég væri kominn með þetta stúdíó og hafði samband. Við linkuðum upp og tókum svo alveg heilt sumar í að finna okkur – gera lög sem komu aldrei út.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=X26pYeXq4e0&w=100&h=315]

Eru einhverjir peningar í því að selja takta?
„Já, ef maður gerir það rétt. Ég þekki að minnsta kosti fólk sem hefur gert þetta. Það er hægt að fá mjög fínan pening út úr því að selja beats í gegnum netið. En ég er búinn að setja þetta á „hold“ í bili en þetta er planið hjá mér.“

Ýmir segist ekki vilja ofhugsa hlutina og segir að takturinn fyrir Ekki Switcha og upptökurnar með Birni séu gerðar á einum degi: „Ég vil ekki hafa þetta of flókið. Ég reyni bara að gera einfalda takta þar sem hvert einasta hljóð er mjög rétt. Ég vil hafa fá element en passa að þau virki fullkomlega saman, hafa nóg pláss fyrir rapparann til að gera lagið að sínu,“ útskýrir hann.

„Þegar ég var að byrja var lítið í gangi í íslensku rappi en núna er svo margir að pródúsera. Mér finnst líka geggjað hvað íslenskir rapparar sækja mikið í íslenska pródúsera, því það væri ekkert mál fyrir þá að kaupa bara einhver beat á netinu – þar getur maður valið úr milljón töktum. En þeir vilja að allt lagið sé íslenskt, og það er alveg geðveikt fyrir senuna.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=el6u209sMAI&w=100&h=315]

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=eSQQ7acly1I&w=100&h=315]


Sjá einnig: Úr skugga taktsins

Lestu einnig: Hljóðsmiðir rappsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill ekki yfirgefa United en er nú orðaður við enn eitt félagið

Vill ekki yfirgefa United en er nú orðaður við enn eitt félagið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot segir að kaup Liverpool geri liðið ekki sigurstranglegra

Slot segir að kaup Liverpool geri liðið ekki sigurstranglegra