Featherlight er fyrsta lagið af nýrri plötu Gus Gus, Lies Are More Flexible, sem kemur út í haust. Þetta verður 10. breiðskífa hljómsveitarinnar og sú fyrsta í 3 ár.
Gus Gus var upphaflega 10 manna fjöllistahópur sem innihélt meðal annarra Hafdísi Huld og Emilíönu Torrini. Síðan hefur fækkað í hópnum og nú samanstendur hljómsveitin af söngvaranum Daníel Ágúst Haraldssyni og plötusnúðinum Birgi Þórarinssyni (Bigga veiru).
Það var Gjörningaklúbburinn (The Icelandic Love Corporation) sem sá um gerð myndbandsins við lagið.