fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026

Reykjavík undir frumskógarlögmáli

Bókardómur: Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla Ragnarsson

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina og framtíðarsögur gefa sjaldnast rétta mynd af þróun samfélagsins og tækninnar því þróunin tekur ávallt á sig ófyrirsjáanlegar myndir. En framtíðarveröld eftir ragnarök, heiftarleg stríðsátök eða aðrar hamfarir er rof á framvindu tímans og afturhvarf til foríðarinnar. Þannig heimur er það sem skáldsagan Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla Ragnarsson birtir. Sagan gerist eftir nokkra áratugi. Um helmingur íbúa Íslands hefur flúið landið vegna yfirvofandi árásar sem þó fer ekki mörgum sögum af hvers eðlis var. Þeir skilja eftir sig samfélag þar sem nær allir innviðir eru í molum. Internet og sjónvarp heyra sögunni til sem og peningaviðskipti að mestu en vöruskipti hafa leyst þau af hólmi. Landinu er stjórnað af glæpaklíkum og ríkir þar ógnarjafnvægi á milli klíkunnar sem stýrir Breiðholti og Kópavogi og þeirrar sem hefur aðsetur í miðbænum og stjórnar meirihluta borgarinnar. Sá friður er rofinn þegar einn úr Reykjavíkurklíkunni tekur að ræna stúlkum úr Breiðholtinu, misþyrma þeim og myrða. Hljótast af þessu mikil vígaferli sem ekki verða rakin hér.

Fremst í bókinni er tilvitnun í skáldsögu bandaríska jöfursins Pauls Auster, In the Country of Last Things. Andrúmsloftið í sögunni er hins vegar mettað undirheimastemningu, kunnuglegri úr mafíumyndum og glæpasögum, til dæmis verkum Stefáns Mána. Persónur eru dregnar skýrum dráttum, söguþráður traustlega ofinn, uppbygging sögunnar er vönduð og án brotalama, málfar sögunnar er stirt á stöku stað en þess á milli flæðir stíllinn ágætlega.

Sjónarhorn sögunnar er mestan partinn hjá Breiðholtsklíkunni og því hefur lesandinn nokkra samkennd með þeim persónum. Þó er foringinn, Nikolai, tvíkvænismaður sem lifir af víðtækum handrukkunum og verndartollum. Sagan er býsna trúverðug og lesandinn gengst inn á það að íbúar í Breiðholti og Kópavogi beri hnífa og skotvopn. Einfaldleiki frásagnarinnar hjálpar þar til og höfundur forðast ofhlæði í bardagasenum. Sagan er engu að síður blóðug og ljót en allt ofbeldið þjónar söguframvindunni og höfundur veltir sér ekki upp úr því.

Ég veit ekki hvort Nýja Breiðholt er djúp eða merkileg framtíðarpæling. Hún orkar ekki þannig á mig. Höfundur vekur hins vegar listræna nautn með því að ná að draga upp mynd af lifandi sögusviði sem er í senn framandi og kunnuglegt.

Fyrst og fremst er þetta frambærileg glæpasaga, nokkuð hefðbundin og kunnugleg þrátt fyrir framtíðarlegt sögusviðið.

Kristján Atli er ungur höfundur, hálffertugur að aldri, og Nýja Breiðholt er fyrsta bók hans. Þetta er vel heppnað byrjandaverk. Bókin ber aldur höfundar nokkurt vitni. Málkennd er öðruvísi og líklega nokkuð lakari gegnumsneitt hjá ungu fólki nú um stundir en fólki sem komið er fram yfir miðjan aldur. Ekki hafa öll merki þessa sloppið framhjá yfirlesurum bókarinnar. Prentvillur eru vissulega sárafáar en lesandinn rekst á setningar þar sem persónan heyrir „skref“ fyrir aftan sig í staðinn fyrir fótatak, og stöku klúður af slíku tagi til viðbótar. Í heildina er málfar þó gott á sögunni.

Annað og ánægjulegra einkenni á ungum blekberum er góður myndskilningur enda hafa yngri kynslóðir eytt miklu meiri tíma í að horfa á kvikmyndir en lesa skáldsögur. Nýja Breiðholt rennur stundum eins og kvikmynd fyrir hugskotssjónum lesandans og það er afar ánægjulegt.

Fyrst og fremst er þetta frambærileg glæpasaga.

 Þetta er vel heppnað byrjandaverk.
Kristján Atli Þetta er vel heppnað byrjandaverk.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham stekkur til og eru að klára kaup á Gallagher

Tottenham stekkur til og eru að klára kaup á Gallagher
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ræddu stórt vandamál á Íslandi og hvað sé til ráða – „Það eru allir að reyna að vera sniðugur“

Ræddu stórt vandamál á Íslandi og hvað sé til ráða – „Það eru allir að reyna að vera sniðugur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Davíð Kristján mættur til Grikklands

Davíð Kristján mættur til Grikklands
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KM stöðvaði sigurgöngu Ísbjarnarins og tryggði sér titilinn

KM stöðvaði sigurgöngu Ísbjarnarins og tryggði sér titilinn
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Skaut íslenskan fjárhund með haglabyssu og afhenti eigandanum hræið í plastpoka

Skaut íslenskan fjárhund með haglabyssu og afhenti eigandanum hræið í plastpoka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Metnaðarfullir Tyrkir horfa til Manchester

Metnaðarfullir Tyrkir horfa til Manchester
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Óli Palli íhugar að flytja til Reykjavíkur og taka húsið með sér

Óli Palli íhugar að flytja til Reykjavíkur og taka húsið með sér
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Koma að lokuðum dyrum eftir að hafa verið reknir úr flugi Play

Koma að lokuðum dyrum eftir að hafa verið reknir úr flugi Play