fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fókus

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Fókus
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 07:00

Þórir Sæmundsson og Saga Haraldsdóttir. Myndir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Sæmundsson var rísandi stjarna á íslensku leiksviði þegar hann hrapaði harkalega niður árið 2017. Honum var þá sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu fyrir að hafa sent ólögráða stúlkum kynferðislegar myndir á Snapchat. Hann var þá 37 ára gamall.

Þórir kom fram í viðtali í Kveik árið 2021 og sagðist ekki hafa átt sér viðreisnar von eftir typpamyndasendingarnar. Hann sagðist hafa sjálfur staðið í þeirri trú að stúlkurnar sem hann var að senda þessar myndir hafi verið lögráða. Hann viðurkenndi engu að síður að þetta hafi verið dómgreindarbrestur af hans hálfu. Hann sagðist einnig útskúfaður, atvinnulaus og að enginn vilji ráða hann í vinnu vegna málsins.

Eftir viðtalið stigu fram ungar konur sem lýstu því að Þórir hefði átt í ástarsamböndum við þær þegar þær voru mjög ungar og mikill valda- og aldursmunur hefði einkennt samböndin. Meðal annars Jófríður Ísdís Skaftadóttir. Hún sagði Þóri hafa notfært sér ungan aldur hennar þegar hún var 16 ára og hann 36 ára.

Sjá einnig: Jófríður um viðtalið við Þóri– „Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það“

Næstu árin lét Þórir lítið fyrir sér fara, fyrir utan þegar hann kvartaði undan því að vera bannaður á stefnumótaforritum árið 2022 og þegar hann átti opinbert rifrildi við söngkonuna Svölu Björgvins árið 2024. Bæði málin rötuðu í fréttirnar.

Annars hefur hann ekki látið mikið á sér bera, þar til hann fór að vekja athygli á samfélagsmiðlinum TikTok.

Kominn með ógeð

Í einu myndbandi, sem er með vinsælustu myndböndunum hans, spyr hann hvort hann sé sá eini sem er kominn með nóg að heyra hvernig konur tala um karlmenn.

„Er það bara ég eða eruð þið líka komin með ógeð af myndböndum þar sem konur rægja karlmenn? Karlmenn eru: Vondir og hættulegir og ógeðslegir og graðir og heimskir.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@thoririnicelandÉg get ekki mikið meir af þessu♬ original sound – ThorirInIceland

Svaraði Þóri og sagði hann vandamálið

Þórir birti myndbandið í nóvember og hefur slökkt á athugasemdum við það. Myndbandið fór aftur að vekja athygli um helgina þegar Saga Haraldsdóttir, OnlyFans-stjarna, svaraði Þóri og sagði hann vera þennan mann sem konur tala um.

„Bíddu aðeins, ert þú ekki gaurinn… Jú, þú ert gaurinn sem svafst hjá 16 ára barni [þegar þú varst á miðjum fertugsaldri]. Jú, það passar. Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt,“ segir Saga.

„Ég myndi segja að það sé frekar ógeðslegt […] Frekar hættulegt, er það ekki? Svo kemur þú hérna á TikTok og vælir yfir því að konur séu að tala svona og hinsegin um karlmenn en […] þú ert partur af vandamálinu. Þú varst fullorðinn og svafst hjá 16 ára gömlu barni, og já, 16 ára er enn þá barn.“

Svar Sögu, sem má sjá hér að neðan, sló í gegn meðal netverja.

„Er bún að vera að bíða eftir að einhver hér á TikTok myndi kveikja og þora að opna á þetta, takk!“ sagði einn.

@sagaharaldsdottir #stitch with @ThorirInIceland ♬ original sound – Saga Dröfn Haraldsdó

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins