fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fókus

Sögð ætla að gifta sig í villu Swift á Rhode Island

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. september 2025 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmaður Page Six segir að Taylor Swift og Travis Kelce ætli að gifta sig á Rhode Island. Miðlar vestanhafs hafa greint frá því að parið sé ekki að flýta sér að gifta sig, en Page Six hefur eftir sínum heimildarmanni: „Þau gifta sig næsta sumar í Rhode Island. Hún vill flýta sér að eignast börn.“

Þó að brúðkaup af þessari stærðargráðu geti leitt til kvartana frá heimamönnum, líkt og gerðist með brúðkaup Jeff Bezos og Lauren Sanchez í Feneyjum, þá styður Dan McKee, ríkisstjóri Rhode Island, að parið velji fylki hans fyrir brúðkaupið.

„Rhode Island býður upp á nokkra af bestu brúðkaupsstöðum í heimi,“ sagði McKee sem deildi brúðkaupstilkynningu parsins á samfélagsmiðlum í síðustu viku.

Samkvæmt byggingarleyfi standa nú yfir endurbætur á setri Swift í Watch Hill-hverfinu í bænum Westerly, er kostnaður áætlaður 1,7 milljóna dala. Meðal endurbótanna er ný álma með svefnherbergi og fleiri baðherbergjum, og uppfærsla á eldhúsinu.

Swift keypti húsið árið 2013 fyrir 17,5 milljónir dala og það inniheldur nú þegar 8 svefnherbergi, 10 baðherbergi og 5,23 ekrur með görðum og sundlaug. Stjörnuprýddar stórveislur Swift þann 4. júlí ár hvert hafa vakið athygli fylgjenda hennar á húsinu. Swift syngur einnig um húsið í lagi sínu The Last Great American Dynasty af plötunni Folklore frá árinu 2020. Textinn segir sögu fyrrverandi eiganda setursins, Rebekah Harkness, sem giftist erfingja Standard Oil, William Hale Harkness, árið 1947 og fyllti sundlaugina af kampavíni.

Enn er þó á huldu hvort brúðkaup Swift og Kelce fari fram í villu hennar eða á öðrum stað á svæðinu.

Í júní var svokallaður „Taylor Swift-skattur“ samþykktur í fylkinu, þar sem íbúar sem ekki eru með aðalbúsetu sína á svæðinu eru rukkaðir 2,50 dali aukalega fyrir hverja 500 dali af fasteignamati umfram 1 milljón dala.

Page Six greindi áður frá því að parið hygðist halda einka athöfn með fjölskyldu og nánum vinum. „Þetta verður afslappaðra en fólk heldur,“ sagði heimildarmaður.

Parið tilkynnti trúlofun sína 26. ágúst með röð mynda sem teknar voru í garðinum hans með myndatextanum: „Enskukennarinn þinn og íþróttakennarinn þinn ætla að gifta sig.“

Í þætti Kelce’s hlaðvarpsins þann 3. september sagði meðkynnir Kelce og bróðir hans, Jason: „Ég get ekki beðið eftir að heyra meira um skipulagninguna og allt sem mun gerast. Travis, þú ert að fara að hefja brúðkaupsskipulagningarfasa sambandsins.“

Kelce sagði að hann hefði upphaflega ætlað að biðja hennar á vatninu en hætt við þá hugmynd til að gera eitthvað frekar í hennar anda.

„Ég myndi bara segja að þú ættir að þekkja maka þinn, vita fyrir hvern þú ert að gera þetta og gera það af réttum ástæðum og allt annað verður fallegt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerir þú þetta? – „Varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum“

Gerir þú þetta? – „Varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söguleg skáldsaga: Halla fæddi barn í blindbyl á leið yfir Oddsskarðið

Söguleg skáldsaga: Halla fæddi barn í blindbyl á leið yfir Oddsskarðið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“