fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fókus

Áhrifavaldur í bobba vegna þess sem hún leyfði 14 ára dóttur sinni að gera

Fókus
Fimmtudaginn 4. september 2025 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kat Clark hefur svarað gagnrýnisrödd þess efnis að hún hafi sýnt af sér „óábyrga hegðun“ eftir að hún leyfði 14 ára dóttur sinni að ferðast um Bandaríkin á eigin vegum.

Kat, sem er áströlsk, flutti til Kaliforníu í fyrra ásamt eiginmanni sínum, Jonathan, og yngstu dóttur sinni, Deja, sem er 14 ára sem fyrr segir.

Kat sagði frá því á TikTok að hún hefði leyft dóttur sinni að ferðast yfir í annað ríki innan Bandaríkjanna til að fara á tónleika með vinum sínum. Það varð til þess að hún fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni og óumbeðnum uppeldisráðum.

„Mörg ykkar hafið gert mér það ljóst að þið eruð ekki sammála mínum uppeldisaðferðum. Deja er 14 ára að verða 15 og þegar ég hugsa um sjálfa mig á þeim aldri erum við alls ekki líkar,“ segir hún og bætir við að hún hafi til dæmis orðið ólétt þegar hún var 16 ára.

„Þegar ég var unglingur þá strauk ég að heiman nokkrum sinnum og foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um hvar ég var,“ sagði hún á TikTok. Hún segir að dóttir hennar hafi sýnt það og sannað að það sé hægt að treysta henni til að fara sér ekki að voða.

„Ég vissi hvar hún var allan tímann. Að eiga barn sem hefur kjarkinn í að spyrja mig í stað þess að fela hluti fyrir mér – það er samband sem ég vil eiga við barnið mitt,“ sagði hún og nefndi að það væri gott fyrir unglinga að standa á eigin fótum endrum og eins.

Sem fyrr segir gagnrýndu margir Kat og bentu á að vandamálið væri kannski ekki skortur á trausti á milli þeirra mæðgna. „Ég myndi bara ekki treysta fólki í kringum 14 ára dóttur mína ef hún væri að ferðast ein,“ sagði til dæmis einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“

Ásdís Rán dásamar nýja tengdasoninn – „Hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“

„Það er hópur af fólki sem að situr enn um mig á netinu út af þessum ummælum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerir þú þetta? – „Varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum“

Gerir þú þetta? – „Varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söguleg skáldsaga: Halla fæddi barn í blindbyl á leið yfir Oddsskarðið

Söguleg skáldsaga: Halla fæddi barn í blindbyl á leið yfir Oddsskarðið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn

Gróf sjálf eftir demantinum í trúlofunarhringinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“