Kat, sem er áströlsk, flutti til Kaliforníu í fyrra ásamt eiginmanni sínum, Jonathan, og yngstu dóttur sinni, Deja, sem er 14 ára sem fyrr segir.
Kat sagði frá því á TikTok að hún hefði leyft dóttur sinni að ferðast yfir í annað ríki innan Bandaríkjanna til að fara á tónleika með vinum sínum. Það varð til þess að hún fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni og óumbeðnum uppeldisráðum.
„Mörg ykkar hafið gert mér það ljóst að þið eruð ekki sammála mínum uppeldisaðferðum. Deja er 14 ára að verða 15 og þegar ég hugsa um sjálfa mig á þeim aldri erum við alls ekki líkar,“ segir hún og bætir við að hún hafi til dæmis orðið ólétt þegar hún var 16 ára.
„Þegar ég var unglingur þá strauk ég að heiman nokkrum sinnum og foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um hvar ég var,“ sagði hún á TikTok. Hún segir að dóttir hennar hafi sýnt það og sannað að það sé hægt að treysta henni til að fara sér ekki að voða.
„Ég vissi hvar hún var allan tímann. Að eiga barn sem hefur kjarkinn í að spyrja mig í stað þess að fela hluti fyrir mér – það er samband sem ég vil eiga við barnið mitt,“ sagði hún og nefndi að það væri gott fyrir unglinga að standa á eigin fótum endrum og eins.
Sem fyrr segir gagnrýndu margir Kat og bentu á að vandamálið væri kannski ekki skortur á trausti á milli þeirra mæðgna. „Ég myndi bara ekki treysta fólki í kringum 14 ára dóttur mína ef hún væri að ferðast ein,“ sagði til dæmis einn.