fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fókus

Til minningar um Bríeti Irmu – Pilates Wellness Event í UMI Studio

Fókus
Þriðjudaginn 30. september 2025 16:34

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann þriðjudaginn 30. september er verið að halda einstakan viðburð í UMI Studio, Austurströnd 1 á Seltjarnarnesi, til minningar um Bríeti Irmu. Viðburðurinn ber yfirskriftina Pilates Wellness Event og er haldinn kl. 11:00, 14:00 og 18:00.

Að baki viðburðinum liggur skýr tilgangur: að heiðra minningu Bríetar með samveru, hreyfingu og umhyggju – og styðja mikilvægt málefni. Allur ágóði rennur óskertur til SÁÁ, sem sinnir ómetanlegu starfi við að veita einstaklingum í bataferli frá fíknivanda stuðning og úrræði.

Kristjana Huld.

Þjálfari dagsins er Kristjana Huld, sem leiðir þátttakendur í Pilates með áherslu á vellíðan, styrk og tengingu við eigin líkama og huga.

Viðburðurinn er jafnframt hluti af Gulum september, þar sem kastljósinu er beint að forvörnum, fræðslu og stuðningi tengdum fíknivanda. Með þessum degi vilja þær Samar og Xhoi, með viðburðarfyrirtækinu sínu SAX Events og í nánu samstarfi við Maríönnu hjá Umi Studio og þjálfara Kristjönu Huld, heiðra minningu Bríetar, sýna samstöðu og minna á mikilvægi umræðu um málefni sem snerta samfélagið allt.

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Einungis 15 þátttakendur komast að í hverjum tíma, og því er hvatt til þess að tryggja sér pláss tímanlega en nú eru örfá sæti laus á viðburðinn kl. 18:00.

Veglegir vinningar í boði frá utanaðkomandi samstarfsaðilum sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna og sömuleiðis goodie bags fyrir alla sem mæta!

Ekki láta þig vanta – gríptu tækifærið!

Dagskrá – 30. september:
• 11:00 Pilates Wellness Event
• 14:00 Pilates Wellness Event
• 18:00 Pilates Wellness Event

Staður: UMI Studio, Austurströnd 1, Seltjarnarnes
Þjálfari: Kristjana Huld

Miðakaup fara í gegnum tix.is

Þeir sem sjá sér ekki fært á að mæta en vilja styðja málefnið geta styrkt SÁÁ beint inn á heimasíðu þeirra: https://saa.getjourney.io/product/styrkja-starfid

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt